What a Wonderful world

Tuesday, May 24, 2005

ROLA

Eins og margir telja mig líklega frekju þá er ég algjör rola þegar kemur að ýmsu. Ég t.d fór í klippingu og litun um daginn. Vildi fá svona súkkulaðibrúnan lit, chocolate- mokka með hint af hazelnut- kaffi, alls ekki svart og aldrei í lífinu út í rautt.
Gellan tekur af mér handklæðið og ég horfi á mig...það fyrsta sem mér datt í hug var ADAMS FAMILY, shit... nú er það svart...ég halla mér fram ...hvaaaa.... upp í ljósið til að reyna að glitta í brúnt ennn nei.. nei ....það er rauður fucking blær.... .... ég er eins og VEÐHLAUPAHESTUR....THE BLACK BEAUTY ..... dísessss...
ég byrja strax að sannfæra sjálfa mig í höfðinu.... þetta lagast þegar hún er búin að blása það þurrt......þetta lagast..........þú ert ekki eins og LÍK með hárkollu NEI NEI..NEI...

Hárdaman: “Hvað segirrrru..... hvernig líst þér á ?”
ÉG: “Bara mjög fínt” (lier..lier your ass is on fire)

Ég stend upp... hrissti faxið framan í spegilinn, borga nokkra þúsundkalla og brokka niður laugarveginn......................meiri rolan

.

4 Comments:

  • rola rola.... Þú áttir að segja henni að þér fyndist þetta HÖRMUNG.....kv.ragnajenny..(yfirfrekja)

    By Anonymous Anonymous, at 8:35 AM  

  • .... ég er búin að hringja og fæ að koma aftur...steig uppúr roluskapnum... og Unnur mín "over my dead body" sko...læt ég þig koma nálægt hárinu á mér aftur, var þetta ekki bara sósulitur þarna úti?

    By Blogger Bella Blogg, at 8:48 AM  

  • það var gott að þú hringdir í þær... annars tók ég ekkert eftir þessu í gær var þetta svona þá?

    kv Ágústa Dröfn króatíu fari

    By Anonymous Anonymous, at 9:55 AM  

  • Ánægð með þig að hafa svo hringt. Ég er líka svona rola en hef þó lært að kvarta yfir ljótu hári því nógu dýrt er þetta... Það þurfti þó extreme dæmi til þess að ég byrjaði að þora að kvarta en það var þegar ég var með stutt hár og gæinn bara klippti og klippti þar til ég spurði hvort hann ætlaði ekki örugglega að skilja e-ð eftir og til að bæta gráu ofan á svart þá langaði mig að prófa að fá kastaníubrúnt hár en liturinn kom út eins og kokteilber. Þarna kom momentið - það er nú eða aldrei.. kvartaðu kerling :) Kv. Beta

    By Anonymous Anonymous, at 1:35 PM  

Post a Comment

<< Home