What a Wonderful world

Wednesday, May 18, 2005

Selurinn


Eins og góð móðir æddi ég með börnin í húsdýragarðinn á sunnudaginn. Var reyndar frekar þunn eftir rölt kvöldið áður, enn reyndi að kætast með börnunum sem mest ég gat þegar þau hrópuðu húrra við innganginn. Sigmar óð áfram, spenntur að prófa öll tækin...... enn ég reyndi að bremsa hann af við laugina þar sem selirnir voru að svamla um. Allt þetta vatn minnti mig á hversu hrikalega þyrst ég var og ég fékk samviskubit. Sigmari lá mikið á (eins og oft áður)
“mamma ég nenni ekki að horfa á þessi SÍLI !! ( ..úpps..hehe..) fullkomnu, óþunnu foreldrarnir sem voru að ræða við sinn litla eins árs um upphaf og endir þróunnar dýraríkis litu mig hornauga. Áður en ég gat leiðrétt soninn, var fröken Clara með það á tæru
“Sigmar þetta heitir ekki SÍLI ..... þetta heitir SALUR..
............... og ég tók í höndina á börnum mínum á teymdi þau áfram..... “
Hér er SELUR.......um SAL.. .....frá...SÍLI ........ til.......sælishh...

Guttormur naut lá þarna eins og klessa, nákvæmlega eins og ég hefði getað ýmindað mér daginn, Clöru fannst hann of stór fyrir herbergið sitt og ég held bara að ég haf i verið sammála henni.
Ef tir góða ferð í Cocoa puffs lestinni, þar sem Sigmar hékk út um gluggann og ég í rassvasanum á honum varð ég hress. Hvað annað er hægt, börnin ánægð, sólin skein glatt og Sílin að leika listir sínar í lauginni.
Svo toppaði ég helgina með því að fara í sveitina til Hildar og Stjána á Grjóteyri. Alltaf yndislegt að koma þangað. Sigmar að burðast með kiðling og Clara með kettling.

Eins gott að fara bara almennilega yfir þetta með dýrin !

2 Comments:

  • Börnin þín eru bara snillingar. Ég meig í mig þegar þú sagðir mér frá þessu. Ég sagði vinkonu minni frá þessu atviki og henni fannst þetta endalaust fyndið.
    Ég hlakka svo mikið til þegar Agnes fer að tala meira....reyndar gerist það mjög hratt núna.

    "Mammaaa! Sagge Lína Sokkur"
    (Mamma, Agnes er Lína langsokkur)

    By Blogger Bella Blogg, at 11:49 AM  

  • Ha ha, þetta átti að vera Olga Björt em ekki Bella Blogg. :)

    By Anonymous Anonymous, at 11:49 AM  

Post a Comment

<< Home