What a Wonderful world

Thursday, May 12, 2005

Pillur bjarga öllu !?

Ég prófaði fitubrennslupillur um daginn og leið eins og fíkniefnaneytanda, varð eitthvað svo kvikk, blikkandi, iðandi - ör eitthvað. Var alveg viss um að ég væri með frábæra viðskiptahugmynd í einhverju heilahólfi, og mér leið sem allar frumur líkamans væri að gefa strauma og stefnur í allar áttir til að finna þetta heilahólf með týndu viðskiptahugmyndinni.
Ég fékk mér kaffi, meira kaffi og ástandið versnaði án þess að mér tækist að fanga hugmyndina. Frumurnar gripu í tómt og ég var bara ringluð.

Var ég að ganga af göflunum eða var ég bara að GRENNAST?
Mér leið meira eins og ég væri að missa vitið frekar en fitu,
er þetta ný uppgötvun? Fangast vit mitt í fitulagi mínu? Er ég með viðskiptahugmynd í lærapokunum?
Verð ég þá á endanum VIT-LAUS og grönn?
Ég tek ekki sénsinn !

.

Pillur við öllu, er það málið?

4 Comments:

  • Líst ekki á þetta með pillurnar Berglind!!
    Prófaði eh tímann þessar ripped fuel pillur og það var það sama og hjá þér, hjartað sló á tvöföldum hraða, svona ónot í kroppnum öllum. Heyrði eh tíma að það væri effedrín í þessu öllu saman(sel það ekki dýrara en ég keypti það)

    Meira vit í að vera svoldið soft með línur(semsagt kvenlegar), en að vera húkkt á líkamsræktardópi!!!!!!!!!!!!!!
    kv Heiða

    p.s. Er ekki annars stór dagur 17.maí?? eins og mig minni það

    By Anonymous Anonymous, at 9:55 PM  

  • hehhhh... jú jú...aldurinn færist yfir mann... the big 30 á þriðjudag..SHIT

    By Blogger Bella Blogg, at 1:59 AM  

  • Til hamingju með daginn kæra Berglind
    þrefalt húrra fyrir þrítugu konunni

    húrra! húrra! húrra!

    kveðja Heiða

    By Anonymous Anonymous, at 5:23 AM  

  • Takk :)

    By Blogger Bella Blogg, at 7:00 AM  

Post a Comment

<< Home