Nýja íbúðin mín
Það er allt að gerast á Daggarvöllum. Auðunn snillingur, þúsundþjalasmiður og allrahanda stórmenni “has everything under control”. Flísarnar tætast uppá veggina og innréttingarnar streyma inn á fljúgandi færibandi.
Við “útlagarnir” erum þá loks á leið í Hafnarfjörðinn aftur í bráð. Hótel Vesturbeg hefur reynst okkur vel, meira og mest.
Desperate housewifes grúppan á völlunum getur byrjað að plotta (ég er þessi útúr taugaveiklaða með brjáluðu börnin).
Ragna.... byrjaðu að baka vöfflur “we are getting there....”
6 Comments:
Frábært... Ég sting vöfflujárninu í samband... Nú er bara að vona að einhver fari að kaupa íbúðina mina svo ég geti elt ykkur....kv. stokkerinn...
By Anonymous, at 8:11 AM
En gaman, innilega til hamingju með þetta alltsaman.
kv Heida
By Anonymous, at 8:46 AM
Vá til lukku með þetta verður ótrúlega huggulegt hjá ykkur, en hvað er þetta með teljarann það bara rýkur úr honum ferð þú svona oft inn eða áttu svona marga vini?
hahaha
kv Ágústa Dröfn
By Anonymous, at 9:40 AM
Var að koma af Daggarvöllum 4b og líst þvílíkt vel á þetta hjá ykkur..Þú sérð heim til mín úr eldhúsglugganum þínum..:) Flottar flísarnar á baðinu..:) kv. ragnajenny
By Anonymous, at 10:30 AM
TAKK :)
Ragna sástu risa svalirnar hjá okkur, við getum haldið þjóðhátíð þar ef við komumst ekki til eyja :)
Ágústa.. ég veit ekki hvort þessu teljari sé ofvirkur eða hvað, það væri þá í stíl við fjölskylduna :)
By Bella Blogg, at 2:23 AM
já ég hef aldrei séð svona stórar svalir á íbúð.. Geggjaðar....:)
By Anonymous, at 4:20 AM
Post a Comment
<< Home