What a Wonderful world

Tuesday, May 17, 2005

Þar sem hún Berglind okkar er svo hógvær og lítillát þrátt fyrir keppnisskapið og skapandi skrif sín er hún ólíkleg til að varpa fram eigin afmælisbloggi. Ég hef aðeins fengið að hjálpa henni með þessa einstöku heimasíðu (sem hefur oft reddað hjá manni deginum) og veit því aðgangsorðið (he he). Ætla mér að nýta mér það og setja inn smá afmælisblogg svo að þið getið sett in kveðjur hér.

Það er ekki oft á ævinni sem maður kynnist fólki sem hefur þau áhrif á mann að í návist þess getur maður verið fullkomlega maður sjálfur, hvort sem maður er í besta skapi í heimi eða finnst maður vera með hruninn heim á herðunum. Botnlaust traust og enn meiri trúnaður eru meðal stærstu eiginleika hennar auk þess sem hún hefur tært og gott hjarta. Ráðin hennar eru eins og veidd upp úr viskubrunni þess sem horfir á málin frá öllum hliðum. Enda lýsa þau henni vel. Hún er þrautseiga og raunsæja unnustan, ástríka, gefandi og montnasta móðirin, einlægasti vinurinn og hornsteinn fjölskyldu sinnar. Hún er frábær húmoristi, hæfileikarík keppnismanneskja og ein af þeim sem vill og mun sífellt gera heiminn betri en hann er. Elsku Berglind, til hamingju með þrítugsafmælið!

10 Comments:

  • Unnur stórasystir skrifaði svo fallega um hana í kommentin á síðunni minni að ég verð að bæta því hér inn (copy paste).

    Já þessi eðaldrottning er systir mín og vá hvað ég beið eftir að hún kom í heiminn þessi elska fyrir já 30 árum, hún var kölluð Bóa litla á spítalanum enda alveg eins og pabbi, Berglind er einstaklega hæfileikarík manneskja og ég fullyrði það að hún á enn eftir að sýna hvað í henni býr,hún hefur einstaklega góða nærveru og hæfileikarnir sem hún hefur til að skrifa bæði ljóð og sögur er einstakur. Við systurnar höfum alltaf verið einstaklega nánar og ekki líður sá dagur að við tölum ekki saman enda með sömu áhugamál og einstaklega samrýmdar þó svo að aldursmunurinn sé 11 ár,þegar Berlind var yngri greiddi ég henni og gerði hana fína og montaði mig síðan við mínar vinkonur hvað ég ætti fallega systur enda er hún í mínum huga ennþá sú fallegasta bæði að innan og utan.
    Eslku Berglind mín til hamingju með daginn.
    Þín systir Unnur

    By Anonymous Anonymous, at 5:54 AM  

  • Já ok :) ég er semsagt komin með ritara...hehe.. Olga ég hringi svo bara í þig með næsta blogg... meiri prakkarinn !!!

    By Blogger Bella Blogg, at 6:20 AM  

  • ótrúlega flott á mér hárið !! verð að prófa þessa klippingu aftur..EÐA EKKI

    By Blogger Bella Blogg, at 6:32 AM  

  • Innilega til hamingju kæra Berglind, vissi ekki þegar við hittumst í gær að það væri stór-afmæli í vændum. Njóttu dagsins og takk fyrir pistlana þína sem stytta oft stundirnar í vinnunni.
    Bekka frænka

    By Anonymous Anonymous, at 8:11 AM  

  • Hjartans hamingjuóskir með afmælið þitt Begga mín, Njóttu dagsins !
    kærar kveðjur héðan úr Asparfellinu
    Kata Gísla og co

    By Blogger Kata, at 1:40 PM  

  • yes dis is london callin. we londoners (me, the queen, kylie, beckhams and others) djust vonted to leave a birthdey congrats to miss beurglind.

    Beurglind, I djust wanted also too remind you det not forget too read de "afmaelisbarn dagsins" sektjon in de horroscopes in morgenbladet. because I alweys forget myself and become angry once a year.

    Best wishes for a happy and bright fjuture and as we londoners sey "Congratz mit deine geburtztag bitte schon" or "knus og kram"!!

    By Anonymous Anonymous, at 2:41 PM  

  • Til hamingju innilega með daginn. Bara orðin thirty usss. Það er bara gaman. Við fjölskyldan fúll á móti viljum bara öll senda þér bestu afmæliskveðjur. Kveðja Smáró 2

    By Anonymous Anonymous, at 1:22 AM  

  • Innilega til hamingju með "The Big Thirty" :) Vona að þú hafir átt góðan afmælisdag og að það hafi verið dekrað við þig fram og til baka. Knús og koss í tilefni dagsins, Elísabet.

    By Anonymous Anonymous, at 1:35 AM  

  • VÁ takk fyrir allar kveðjurnar hér, öll sms skilaboðin sem ég fékk, þið sem hringduð og hinir sem komu í heimsókn meðan ég lá í SPA-inu.
    FRábært að eiga svona gott fólk að !!!!!!!!!

    By Blogger Bella Blogg, at 2:52 AM  

  • Congrat... bara orðin dörtí
    Kveðja Sigþóra

    By Anonymous Anonymous, at 10:11 AM  

Post a Comment

<< Home