What a Wonderful world

Tuesday, February 01, 2005

Out of the safety sone

Eina leiðin til þess að ná framförum, komast áfram, þroskast og hvað þetta nú nefnist allt saman er að gera eitthvað sem kostar vinnu, taka áhættu "and step out side the safety sone". Ég er búin að vera að velta þessu fyrir mér... ég gerði þetta með bókinni sem kom út jólin 2003 og nú hungrar mig í eitthvað svipað aftur. Við mannfólkið getum ekki verið kjur annars myglum við og verðum óhamingjusöm, íslendingar sérstaklega, þarf allt að gerast svo hratt og mikið. Tengdó bakar með þrjár pönnukökupönnur í einu, bakar á neðri og efri hæðinni í ofninum (til þess er ofninn með grindur), margir eru í vinnu og námi, eiga börn og vonandi einhver áhugamál, eru að leggja parket, á mósaík námskeiði og fl og fl.
Við íslendingar erum svo góð með okkur að við getum ekki unnið á Mc donalds eða á kassa einhversstaðar, ef þú spyrð þá sem vinna þar þá eru þeir fljótir að segja frá því í hvaða nám þeir eru að stefna eða frá nýju viðskiptahugmyndinni sem þeir eru að bíða eftir einkaleyfi fyrir.."þetta er bara millibilsástand". Tælendingarnir eru víst mikið betri en við í að þrífa spítalana og þú verður að tala ensku til að fá þér hamborgara þar sem enginn íslendingur fæst til að steikja og pakka inn Big MAC. ERum við svona yfir þetta hafin, eða erum við með metnað sem við ráðum ekki við. Frumkvöðlastarfsemi er víst ekki meiri neinsstaðar í heiminum eins og hér, hér er allt mest. Íslendingar spyrja fólk gjarnarn fyrst "hvað gerir þú " áður en það spyr hvað fólk heitir eða hvernig fjölskylduhagi það hefur. Við gerum svo miklar væntingar til alls og allra að þjóðin er að springa. Ég heyrði fólk tala í matvörubúð um daginn að handboltalandsliðið væri bara aumingjar og ekki þess virði að eyða tíma í að horfa á það, er þetta ekki "to mutch" Hvaðan kemur allur þessi rembingur? svo þurfum við bara smá skvett um helgar til að ná okkur niður, því það er "bölvun" að leggja sig eða slappa af á venjulegan máta......því það eiga allir að eiga "innlit útlit" heimili.
..ég meira að segja afsakaði mig í jólakortinu í ár þar sem ég var búin að segja frá afrekum Sigga á´árinu sagði ég svo "þar sem ég gaf út bók í fyrra fannst mér ég ekki knúin til að gera neitt merkilegt á árinu" hehe.. biluð
Enn ..........I am taking on the madness and stepping out of the safety sone...eins og svo margir íslendingar.......
ég tel mig vera með samdráttarverki sem endi í fæðingu á einhverri frábærri hugmynd, eða ég held í þá von ...
Sjáum til.....ef það gerist ekkert þá segi ég bara að þetta sé millibilsástand
B.S

3 Comments:

  • halló halló, váááá hvað þú ert flott. Halltu bara áfram að skrifa svona þá getur ekki annað en gengið vel. Rosalegur penni Berglind.
    kveðja Heiða og baunarnir

    By Anonymous Anonymous, at 2:07 AM  

  • ÆÆæææ takk elskurnar, lovejú :)

    By Blogger Bella Blogg, at 2:32 AM  

  • hehehe kannast við þetta... Það er ótrúlegur rembingur allsstaðar í kringum mann... Ef maður er bara að chilla, t.d í fæðingarorlofi þá fær maður allar þessar spurningar...Hvað ertu að gera? Hvenær ætlaru að fara í skólann? Á ekkert að fara að drífa sig í vinnu? Hvenæar ætlaru að setja barnið til dagmömmu?... drífa sig, drífa sig, drífa sig.....Svo brosir maður bara afsakandi við spurningaflóðinu og upplifir sig (stundum) sem hálfgerðan lúser... En krapp hvað maður myndi mygla ef maður chillaði bara alla daga, ár eftir ár...:) Það er gott að stíga annað slagið út úr þægindasviðinu og ögra sjálfum sér....Held að það sé líka mannlegt eðli að keppa að einhverju....kv ragnajenny

    By Anonymous Anonymous, at 4:19 AM  

Post a Comment

<< Home