What a Wonderful world

Friday, February 04, 2005

Barnaafmæli

Jæja...barnafmælið var rosalegt....þetta fór rólega af stað.....við krakkarnir fórum yfir þetta meðan ég var að greiða þeim "svo tekur maður vel á móti gestunum, þakkar þeim fyrir, passar kortið á pakkanum osfrv..osfrv.. Enn það dugði skammt ...gestina streymdi að... og maður sá bara ofan í kokið á börnunum "ÞAÐ ER KOMINN PAKKI"!!!!!!!!!!!!!!! (enn ekki það er kominn gestur) svo var hlaupið fram með krakka- halarófuna á eftir sér ,Sigmar var klæddur sem Gladiator með sverð og brynjur svo gestirnir þorðu ekki annað en að afhenda gjöfina um leið og þeir komu inn um hurðina. Á meðan maður var að ná í teskeiðar, mjólk í kaffið, tékka á heita réttinum og finna kerti á kökuna reyndi maður að stynja upp "vá ...segðu takk...sniðugt...varlega...FLOTT..passaðu kortið...og allt það"
Boð heilans á skíta- floti.... Svo kom að tertunni, mikið búið að spekúlera það, Sigmar vildi BATMAN köku og Clara vildi Prinsessuköku svo ég hafði bakað eina brúna og skilið eftir um morguninn fyrir Sigga að klára, þegar við komum heim var það svo NEMO sem lá á borðstofuborðinu í regnboganslitum, einum gestana varð það á að segja "vá ..skrautfiskur" en var fljótlega leiðrétt með að þetta væri hin eini sanni týndi NEMO. Siggi skar kökuna með stæl, nú með Glatiator sverðinu auðvitað sem vakti lukku að sjálfsögðu. Ostasalat, mexico-ostapönnukökur, rommkúluterta, peruterta, fyllt ostapasta með piparosti, heit rúllubrauð, Nemo og fl. og fl.... og það sem börnin fengu í afmælisgjöf ...engar smá gjafir..ef einhver ykkar les þetta sem voruð í gær..þá KÆRAR ÞAKKIR.
Sigmar svaf í Glatiotor búningnum með sverðin undir sænginni og Clara með prinsessuteppið nýja, dúkkurnar og töfrasprota. Íbúðin var eins og eftir sprengingu..eins og það á að vera eftir svona fjör.. Gilli var einn eftir með Agnesi og hjálpaði mér að ganga frá (Siggi fór í vinnu)... Olga kom svo eftir skóla og ég var að reyna að segja henni frá þessu.."vá þetta var eins og........." þá botnaði Gilli: "bara eins og TVÖFALT BARNAAFMÆLI"

..það jafnast ekkert á við það :)
B.S

4 Comments:

  • hehe.. já maður lærir á þessa gæja...enn ég kalla Gilla góðann að fara að læra..ég veit það að það var ekki til nein orka hjá mér í gærkvöldi, ég náði að tannbursta mig.. alveg eins og batterí sem var alveg að deyja út....

    By Blogger Bella Blogg, at 2:46 AM  

  • TAKK Unnur ;)

    By Blogger Bella Blogg, at 5:55 AM  

  • Ég kannast við þetta "ég vill Batman köku" og "ég vill skellibjöllu köku" tendens... held að þetta sé eitthvað sem fylgir því að eiga stelpu og strák, þar sem er stutt á milli afmæla og ára!!! Til hamingju með börnin! Kveðja Sigþóra

    By Anonymous Anonymous, at 12:49 PM  

  • Þetta var æðislegt barnaafmæli...minnti mann bara á "the good old days" Frábærar hnallþórur og matur.Krakkar hlaupandi út um allt, syngjandi,sveiflandi sverðum og mátandi prinsessu kórónur. Hressandi "flashback" Var næstum búin að gleyma hvað barnaafmæli geta verið skemmtileg !
    Takk fyrir okkur
    kærar kveðjur og ánægjulegt að sjá svona góðan penna
    kommna í bloggheimana
    Kata Gísla

    By Blogger Kata, at 4:16 PM  

Post a Comment

<< Home