What a Wonderful world

Thursday, February 03, 2005

Sigmar Snær á afmæli í dag

Sigmar Snær drengurinn minn er 5 ára í dag. Sigmar átti að fæðast 19. janúar og ég var því þreytt og þrútin þegar ég var komin tvær vikur framyfir kvöldið þann 1.febrúar og það stóð til að setja mig af stað á Landspítalanum. 2 mín áður en það átti að gerast missti ég vatnið og mikill spenningur magnaðist við það að á næstunni fengjum við að sjá barnið....það var þó ekki.... ég fékk pillur og dripp.. og ekkert gekk... um nóttina fékk ég mænudeyfingu og þá stoppaði allt ....um morguninn var ákveðið að ég þyrfti að hvíla mig og ákvörðun tekin um framhaldið aðeins seinna. Um kvöldið fékk ég meira dripp og ýtt við, (það snjóaði og snjóaði og snjóaði fyrir utan gluggann allann þennan tíma) eftir mjög erfiða nótt var hjartslátturinn í Sigmari orðin reikull og var ég flutt í bráðakeisara klukkan 10.. hann var svo kominn í heiminn á nokkrum mínútum, þessi líka stóri strákur 18 merkur og 56 cm. Þegar honum var lyft yfir tjaldið fannst Sigga hann sjá sjálfan sig, enda var Sigmar mjög líkur pabba sínum eins og svo mörg nýfædd börn. Unnur systir flaug spes ferð til Reykjavíkur til að sjá "litla " prinsinn.
Sigmar er mjög kraftmikill og duglegur, þó það fari oft mikið fyrir honum er hann með lítið hjarta og svolítið alvörugefin, hann er t.d farinn að hafa áhyggur af því núna hvernig hann getur lært á bíl, hvort það sé ekki mjög erfitt osfrv, það stafar af fullkomnunaráráttu og þeim kröfum sem hann gerir til sjálfs síns, hann vill oft ekki gera hlutina nema hann geti gert þá mjög vel. Að þessu leiti er hann líkur mömmu sinni og verð ég því að hjálpa honum með það þar sem þetta er hamlandi, frekar en Siggi og Clara sem bara stökkva út í og sjá bara til hvernig þau ætla að bregðast við. Sigmar er yndislega hjartahlýr og er tilbúinn að gera allt fyrir alla. sérstaklega minni máttar" og hefur verið í því hlutverki að "vernda" einn vin sinn í leikskólanum.
Sigmar er mjög heimspekilegur í hugsun og sem lítið barn skoðaði hann alltaf miðann á leikföngunum og velti fyrir sér hvernig þau voru búin til frekar en að leika sér við þau beint, hann horfir á fræðslu og dýralífsþætti eins og teiknimyndir "mamma ef við fljúgum á sólina þá bráðnum við".."mamma ef ég gleypi blóðið sem kemur úr vörinni á mér fer það þá ekki í magann og aftur í líkamann"
Sigmar er líka mjúkasta mannvera sem til er á jörðinni, hann er grannur en með silki mjúka húð sem er yndislegt að knúsa. Ég segi það oft við hann hvað hann er mjúkur og þegar hann fór að sofa í gær sagði hann við mig til baka "mamma þú ert svo mjúk að þú ert eins og vatn"
Ég er svo rík að eiga hann Sigmar minn !

7 Comments:

  • já þið Siggi eruð sko rík!

    Einnig er vert að geta þess, hversu ótrúlegt ýmindunarafl drengurinn hefur. Ef hann kann ekki að segja sögur þá kann það enginn ! :)

    By Blogger svofitt, at 3:25 AM  

  • Til hamingju með guttann...:) Sætur og flottur strákur sem þú átt þarna...:)

    By Anonymous Anonymous, at 4:08 AM  

  • hehe þetta var afmæliskveðja frá mér.. gleymi alltaf að kvitta... kv. Ragna Jenný

    By Anonymous Anonymous, at 4:43 AM  

  • TAKK elskurnar !!!

    ....og takk Olga fyrir þvottinn !! Brjálæði að hafa bilaða þvottavél, shitt..

    By Blogger Bella Blogg, at 4:49 AM  

  • Til hamingju með prinsinn!

    Oh hvað þetta er yndislegt líf, að fá að hafa svona kríli að láni er geggjað!

    Kveðja Sigþóra

    By Anonymous Anonymous, at 11:41 AM  

  • Til hamingju með snúðinn

    kveðja Heiða

    By Anonymous Anonymous, at 12:53 AM  

  • Hæ, það er frábært að fá þessar kveðjur frá ykkur öllum. Takk fyrir !!

    Bjarki og Katrín Eva hvar voruð þið í gær? Ykkar var sárt saknað !!!

    By Blogger Bella Blogg, at 1:01 AM  

Post a Comment

<< Home