What a Wonderful world

Thursday, February 24, 2005

Hugurinn ber þig alla leið !

Við Unnur systir hlustuðum saman á disk þegar við ferðuðumst í lest í gegnum Danmörk í síðustu viku. Diskur sem Unnur hafði keypt og nefnist "hugurinn ber þig alla leið". Ég veit ekki hvort að ég hefði gefið mér tíma í að hlusta á þetta nema vegna þess að ég var að drepast úr leiðindum í lestinni, ég var búin að lesa hvern einasta staf í blöðunum sem ég hafði keypt, reynt að skoða nákvæmlega tréin sem við þeystumst framhjá, talið klósettferðirnar hennar Unnar og grandskoðað einkennilegt háttarlag fólksins sem sat hinum megin við okkur. Allvega...þessi diskur hafði áhrif á mig verð ég að segja.. Við án efa stjórnumst af ýmsu í undirmeðvitundinni sem við vitum ekki af og/eða erum mismikið í tengslum við það.. enn það er líka misjafnt hvað við viljum vera það. Margir forðast það eins og heitann eldinn og afneita því að þarna sé eitthvað sem hafi áhrif á okkur eða vilja ekki af því vita. Með svona hugleiðslu þar sem farið er inn að kjarnanum er hægt að breyta undirmeðvitundinni og hafa áhrif á hvernig maður hugsar, hvað maður getur og hvað maður ætlar sér, án þess að við séum að tala um eitthvað "trans state" heilaþvottur dæmi. ENNN..með þessu getur maður forritað sig að markmiðum sínum svo að í daglega lífinu virðast þessir "draumar" geta vel orðið að veruleika.. eða breytast úr því að vera draumar í markmið.
Það er í raun heimska að horfa framhjá undirmeðvitundinni og reyna ekki að vinna með hana því með hana vinnandi með þér að markmiðum þínum verður allt mikið auðveldara..
so get of your fat ass og keyptu diskinn...
nei grín...bara pældu aðeins í þessu... eftir að ég hlustaði á diskinn einu sinni hefur þessi hugsun um hvað mig langar að gera poppað upp margfalt oftar en áður og gefur mér auka sjálfstraust..
enn maður á ekki alltaf að velta því of mikið fyrir sér hvort maður hafi þennan og hinn hæfileikann...eins og einhver sagði;
það er ekki alltaf spurning um að GETA heldur að GERA

1 Comments:

  • Já það er heilmikið til í þessu hjá þér, pabbi segir alltaf ef þú gerir ekki neitt þá gerist heldur ekker þegar maður er að tala um hvað manni langar að gera:)

    By Anonymous Anonymous, at 12:04 PM  

Post a Comment

<< Home