What a Wonderful world

Wednesday, February 09, 2005

Mömmur

Maður pælir í því meira og meira ..eftir því sem maður eldist og eignast fleiri börn hvað maður "skuldar" foreldrum sínum mikið. Það sem þau hafa gert fyrir mann og fórnað sér til að maður gæti haft það gott. Þetta finnst manni sjálfsagður hlutur svona framan af "þér var nær að eiga mig" "ég bað ekkert um að fæðast"...svo sem unglingur náði þetta hápunkti þegar foreldrarnir voru svo hallærislegir, sérstaklega mamma að mér fannst. Maður var á gang "rúntinum" í bænum og mamma stoppaði bílinn til að spyrja að einhverju eða bara veifaði með svaka bros þegar maður var að rembast við að vera þvílíkt "cool". Ég lét eins og mamma (þessi fallega kona) væri bara "Hringjarinn frá Nottredam" á þessum árum...það sem hún þurfti að þola konan frá manni. Svo þegar maður eignast börn og það er ælt yfir mann um miðja nótt eftir að maður var nýbúin að skipta um rúmföt í annað sinn þá skellur það á manni að kannski hefur maður ekki alveg kunnað að meta það sem gert hefur verið fyrir mann, maður hefur reynt að "borga fyrir það" með því að vera rosalega krúsílegur og klípulegur fyrstu árin, sagt skemmtileg og hnittin orð og setningar uppúr því og reyndar gefið skilyrðislausa ást en oft líka grenjað, stappað, heimtað, ætlast til, gubbað, pissað ofl ofl..
Með allri virðingu fyrir feðrum þessa lands þá er mér helst hugsað til allra þeirra mæðra þarna úti, mæður sem þekkja börnin sín betur en sjálfan sig.. mæður sem að þurfa bara að líta á barnið sitt augnablik til að átta sig á því að barnið þeirra er lasið, gleymir því ekki að barnið sitt borðar ekki soðnar kartöflur heldur bara bakaðar, að það dugir að segja spennandi sögu til að hægt sé að rífa af plásturinn osfrv. osfrv.
Mér var hugsað um þetta í gær þegar ég sauð í fyrsta skiptið kjötfars og kál sem er "venjulegasti matur í heimi" (á eftir soðnum fisk og kartöflum) og hugsaði um mömmu sem var alltaf tilbúin með heitan mat á slaginu sjö, alveg sama í hvernig skapi hún var eða hvað gekk á.

Hugsið um það "hvernig var að vera mamma mín" og gefið henni stærra faðmlag en þið hafið nokkurtímann gefið henni áður næst þegar þið hittist, hún á það örugglega skilið :)
Kveðja B.S

3 Comments:

  • já maður sér foreldra sína í öðru ljósi þegar maður hefur sjálfur eignast börn.. Reyndar finnst mér að allur minn skilningur á veröldinni hafi breyst við það að eignast börnin mín.. Mér finnst ég eiga auðveldara með að setja mig í spor annarra og mér finnst ég hafa þroskast svooo mikið og áherslurnar hafa breyst..Ég hugsa einmitt oft til mömmu sem var oft og tíðum ein með okkur systur þegar pabbi var langtímum úti í sjó..Það stoppaði hana þó ekki af og hentist hún með okkur út í brekku að renna, fór með okkur í sumarfrí, hjálpaði okkur að læra heima, klæddi okkur og fæddi...Og var alltaf tilbúin með útbreiddan faðminn.. Ég ætla að gera það sama og Onga..Gefa mömmu minni gott knús næst þegar ég sé hana.....:)

    By Anonymous Anonymous, at 4:33 AM  

  • Frábær pæling og vel skrifaður pistill. Gaman að lesa færslurnar þínar, fannst kominn tími til að kvitta fyrir ehemm. Já, hef oft verið hugsað út í þetta, gegnum árin, hvað mömmur (að feðrum ólöstuðum) eru einstakar. En fyndna er, manni finnst maður ekkert einstök, gangandi um alla daga og hugsandi "váts, hvað ég er frábær". Þetta finnst manni allt sjálfsagt, nema þegar maður svo dáist að vinkonum sínum, og síðast en ekki síst, mömmum sínum. Ég á erfitt um vik að knúsa mömmu mína, en ég ætla að knúsa Helgu sys extra fast, næst þegar ég sé hana.

    Takk fyrir, þetta var góð lesning.

    Kv, Jóhanna Ýr

    By Anonymous Anonymous, at 10:19 AM  

  • Hey !! Jóhanna Ýr gaman að "sjá" þig hér og takk fyrir hrósið ekki amalegt þar sem þú ert ritsnillingur ;)

    By Blogger Bella Blogg, at 1:19 AM  

Post a Comment

<< Home