What a Wonderful world

Monday, February 07, 2005

Stjörnusödd

Olga vinkona var svo óheppin að kíkja til mín á laugardagskvöldið, ég var nefnilega í svona "innilokunar, brjáluð á börnunum, læt allt fara í taugarnar á mér" skapi.
Ég var að segja henni frá því að ég hafi byrjað að horfa á þessi tónlistarverðlaun sem voru í sjónvarpinu og bara flippað gjörsamlega...þar voru Gísli M, Þórunn Lár og bla bla..og allt þetta sama lið sem er allsstaðar. Ég meina það... erum við svona lítið land að þetta sama fók þarf allsstaðar að vera að nudda sér framan í mann. Maður er að kaupa sér tyggjó í 10-11 og þarna glottir þetta lið framan á Séð og Heyrt, Mannlíf, Vikunni og hvað þessi blöð heita nú öll. Leikur í öllum auglýsingum. Svo er þetta sama fólk að taka húsin sín í gegn í Innlit útlit til að fá fríar flísar og afslátt af teppi,´.. "já rosalega smart" í síðasta þætti eða þar áður var einmitt nýja konan hans Loga, Svanhildur sem var að kenna okkur íslendingum að baka köku og á meðan var fyrrverandi hans Loga framan á Vikunni með nýja manninn.
Olga benti einmitt á það að maður horfir á einhvern í viðtali í Íslandi í dag og svo þegar maður skiptir yfir á Kastljósið er þessi sama manneskja búin að taka sprettinn þangað móð og másandi tilbúin að segja okkur allt það sama aftur, maður er bara heppinn ef þessi aðili var ekki bara líka í Íslandi í bítið. Maður er orðin leiður á henni Evu Maríu konunni hans Skara skrípó sem er allsstaðar í viðtölum og var heilan þátt um daginn hjá Gísla Marteini að tala um hversu mikill sérvitringur hún er, hvað hún borðar og ekki borðar...who gives a .... og þessi þáttur hennar er ekki einu sinni byrjaður. Ég veit það ekki. ..kannski hef ég allt á hornum mér.. enn.. ég bara skil það ekki .. að það sé ekki hægt að finna bara "venjulegt" fólk sem hefur eitthvað merkilegra að segja ..... er það svona rosalega skemmtilegt að´fá uppskrift frá Svanhildi eða vita um sérviskuna í Evu , sjá parketið hans Þórhalls í Íslandi í dag.. eða horfa á Jónsa tyggja matinn sinn hjá Jóa Fel. Það eru þó nokkrir "frægir" sem passa sig á þessu að vera ekki allsstaðar, gott hjá þeim.
Erum við orðin stjörnu-sjúk eða er verið að gera okkur stjörnu-sjúk?
ég veit það bara að ég er orðin södd af "stjörnum" og er til í eitthvað nýtt fæði.
Kveðja B.S

3 Comments:

  • Æ já hvað ég er sammála... alveg komin með uppí kok af öllum þessum "sjáðu hvað ég er fræg/ur!" þáttum... Og svo er það versta í þessu öllu saman að þeir sem vilja bara vera þeir í friði en auluðust til að gera eitthvað sem allir tóku eftir fá ekki friðinn sinn! Þá eru skrifaðar heilu greinarnar um persónuna til þess eins að draga hann/hana fram til að leiðrétta málin... Ég tek ekki þátt í þessu lengur! Spila bingó og horfi á ameríska vellu/grínþætti og líður bara ágætlega með mitt baðherbergi sem þeir sem koma inn til mín, og þurfa að nota, sjá... hinir mega eiga sig!!! Kveðja Sigþóra

    By Anonymous Anonymous, at 3:38 AM  

  • Sammála... Hallærislegast af öllu finnst mér þó þegar þetta lið kemur í forsíðuviðtali við eitthvert tímarit og útmála hamingju sína og ást fyrir framan alþjóð og eru svo skilin eftir korter... Hvað er það???? Líka hrikalega fyndið þegar þetta lið kemur í Innlit-Útlit og mánuði seinna er það aftur í þættinum bara í nýju húsi og með nýjan maka!!!! Maður fær kast!!! kv. ragnajenny

    By Anonymous Anonymous, at 7:59 AM  

  • Jamm, ég veit ekki með ykkur en Jónsi dregur mig alltaf að skjánum. Hvort sem hann er að performa, borða matinn hans Jóa, sýna Völu "kærleikurinn fellur aldrei úr gildi" letrið fyrir framan rúmið sitt, lýsa brúðkaupinu sínu eða spjalla við Gísla (maður lækkar bara niður í hljóðinu þegar spjallið verður fullvæmið eða leigir sér spólu ; ) ). Kv. Thelma.

    By Anonymous Anonymous, at 1:13 AM  

Post a Comment

<< Home