What a Wonderful world

Friday, February 11, 2005

Lím

Hún Jórunn vinkona mín er sem betur fer oft til viðtals á MSN, hún er nefnilega áhrifavaldur á frjósemi hugmynda minna, ég fæ egglos þegar við tölum saman og ég get farið að framkvæma. Við vorum að ræða um þáttinn "you are what you eat" og ég var að segja henni frá minni frökku ákvörðun að hætta að borða hveiti í viku, hveiti drepur!
Ég tók þessa ákvörðun í morgun þegar ég vaknaði og datt svo af hestinum klukkan 10:15 og fékk mér kex. Líklega ekki lengsta átak sem ég hef farið í. Konan í þáttunum "you are what you eat" hafði nefnilega lýst því svo sérstaklega hvernig líkaminn tekur við hvítu brauði, það er eins og lím í meltingarfærunum og lýsingin náði alveg út í það hvernig væri að kúka lími osfrv. Þessi hryllingur hafði áhrif á mig og þannig hófst þetta átak. Ég ætti kannski að athuga með "Guinnes world records" með lengt átaksins... eða ekki. Ég prófa þetta aftur eftir helgi.
B.S

3 Comments:

  • dísus, fannst standa með lim í meltingarfærunum. he he.
    við lifum bara einu sinni, af hverju ekki að njóta þess og kúka lími öðru hvoru.
    Heiða E

    By Anonymous Anonymous, at 12:10 PM  

  • díses, ég varð að breyta þessu..o my....engann misskilning takk

    By Blogger Bella Blogg, at 2:05 AM  

  • Já Bjarki, ég treysti mér ekki til að sleppa Kókaíninu, byrja á hveitinu og sykrinum :)

    By Blogger Bella Blogg, at 1:35 AM  

Post a Comment

<< Home