What a Wonderful world

Thursday, February 10, 2005

Herjólfsferð er góð ferð...yeah right..

Eyjan mín hún Heimaey er hreint frábær, málið er bara að komast þangað er bölvað bras. Ragna Jenný íþróttavinur (og íþróttahetja) og bloggari var einmitt á leið til eyja og sveimaði um í flugvél í tvo tíma, púff.
Göngin hafa verið mikið rædd og fólki finnst hún annaðhvort fáránleg hugmynd eða bara snilld.
Skemmtiferðaskipið Herjólfur hefur aldrei heillað mig. Herjólfur fékk mig þó á unga aldri til að þróa með mér einstaka hæfileika ( Survival of the fittest- DARVIN, dæmi eitthvað). Herjólfsfýlan fékk mig til að þróa þann hæfileika að geta lokað fyrir nefið án þess að nota hendurnar, "survival tecnique" svo ég mundi ekki æla úr mér augun áður en skipið færi úr höfn.
Svo liggur maður í koju í brjáluðu veðri hnipraður saman í fósturstellingunni. Berst um að halda sér í kojunni og þegar maður heldur að maður sé að ná sér á strik byrjar eldhúsið að dæla hamborgarabrækju gegnum loftræstinguna og maður lætur gusuna vaða í TAKE-AWAY pappaboxið.
Svo er svaka BAR þarna uppi (on higher deck), en málið er að það hefur enginn haft list á því að drekka þarna uppi nema starfsfólkið á leið í slipp til Noregs, enginn smá starfsmannaaðstaða þar (enda ef ég væri að vinna þarna mundi ég ekki fara fram á neitt minna).
Í vikunni var skemmtiferðaskipið rúma 4 tíma á leiðinni, svo það voru grænir eyjamenn sem komu til hafnar AÐEINS á eftir áætlun sökum veðurs. Ég er ekki svo viss um að farþegarnir hafi verið sammála slagorðinu "HERJÓLFSFERÐ ER GÓÐ FERÐ" akkurat þá.
(Shitt ég held að ég sé að verða sjóveik á að hugsa um þetta)

Það eina sem við þurfum að gera til að sannfæra samgönguráðherra varðandi göngin er að setja upp 15 fundi varðandi þessi mál í eyjum og senda hann fram og til baka með skemmtiferðaskipinu þangað til hann gubbar upp samþykki. Það er hvort eð er aldrei flogið, ef það er ekki þoka eða rok þá er alltaf hægt að ljúga því að það sé misvinda eða óviðráðanleg ísing. Hver kannast ekki við það?
B.S

8 Comments:

  • hehe segðu.... Þetta er alltaf sami barningurinn að komast á skerið.. Ótrúlega lélegt líka að það fljúgi ekki fokker til Eyja.. Óþolandi að kúldrast með tvo krakka í þessum mini-flugvélum...Fúlt hvernig eyjamenn eru þjónustaðir í samgöngumálum.. Ég þakka mínum sæla fyrir að hafa aldrei verið sjóveik......kv. ragnajenny íþróttavinur...;)

    By Anonymous Anonymous, at 9:11 AM  

  • hehehe Jórunn, gleymdi einmitt þessu með keðjurnar..

    By Blogger Bella Blogg, at 11:36 AM  

  • Já Ragna þú ert örugglega með
    Grafar-sjó-hreysti..HEPPIN..

    By Blogger Bella Blogg, at 11:39 AM  

  • Frábært að vera búin að fá svona góðan penna í bloggheimana Begga mín
    Set þig á linkalistann minn. :)
    kærar kveðjur
    Kata Gísla

    By Blogger Kata, at 4:19 PM  

  • Hey !! Kata gaman að "sjá" þig hér :)

    By Blogger Bella Blogg, at 1:16 AM  

  • Já Unnur, það er svo rétt hjá Helgu því síðasti mánuðurinn ætlar aldrei að líða......

    By Blogger Bella Blogg, at 3:02 AM  

  • He he ég get svarið það. BAra búin að hlæja að þessari vitleysu. Ég er eina af þeim sem gersamlega HATA Herjólf eða Gubbólf eins og ég kýs að kalla hann. Þetta er sú ógeðslegasta pynting sem hægt er að leggja á sig. Svo þoli ég ekki þegar fólk sem ekki er sjóveikt eins og sumir í familíunni segja alltaf við mann : Hva það er fínt að fara í Herjólf þetta hreyfist ekki!! yEAH Right, ... Var að koma núna í gær úr einni skemmtiferðinni og ofan á djúpsteikingarbrækju, keðjuskrölt og annað skemmtilegt var einhver tryllt dæla að gera mér lífið leitt. Get svarið að klefinn minn hristist og skókst af titringnum frá þessari fja... dælu. Hvernig er hægt að leggja þetta á fólk, senda Sturlu nokkrar ferðir um vetur og sjá hvað gerist. Og hana nú.

    By Anonymous Anonymous, at 7:08 AM  

  • Sammála Þórey, sjóhraust fólk eins og tengdó "Hva.. þetta er fínasta skip". Svo fara þau með til Noregs í slipp, rosa stuð... sennilega bara öfund í mér ... ég vildi að ég væri ekki sjóveik.....

    By Blogger Bella Blogg, at 1:33 AM  

Post a Comment

<< Home