Eyjan mín hún Heimaey er hreint frábær, málið er bara að komast þangað er bölvað bras. Ragna Jenný íþróttavinur (og íþróttahetja) og bloggari var einmitt á leið til eyja og sveimaði um í flugvél í tvo tíma, púff.
Göngin hafa verið mikið rædd og fólki finnst hún annaðhvort fáránleg hugmynd eða bara snilld.
Skemmtiferðaskipið Herjólfur hefur aldrei heillað mig. Herjólfur fékk mig þó á unga aldri til að þróa með mér einstaka hæfileika ( Survival of the fittest- DARVIN, dæmi eitthvað). Herjólfsfýlan fékk mig til að þróa þann hæfileika að geta lokað fyrir nefið án þess að nota hendurnar, "survival tecnique" svo ég mundi ekki æla úr mér augun áður en skipið færi úr höfn.
Svo liggur maður í koju í brjáluðu veðri hnipraður saman í fósturstellingunni. Berst um að halda sér í kojunni og þegar maður heldur að maður sé að ná sér á strik byrjar eldhúsið að dæla hamborgarabrækju gegnum loftræstinguna og maður lætur gusuna vaða í TAKE-AWAY pappaboxið.
Svo er svaka BAR þarna uppi (on higher deck), en málið er að það hefur enginn haft list á því að drekka þarna uppi nema starfsfólkið á leið í slipp til Noregs, enginn smá starfsmannaaðstaða þar (enda ef ég væri að vinna þarna mundi ég ekki fara fram á neitt minna).
Í vikunni var skemmtiferðaskipið rúma 4 tíma á leiðinni, svo það voru grænir eyjamenn sem komu til hafnar AÐEINS á eftir áætlun sökum veðurs. Ég er ekki svo viss um að farþegarnir hafi verið sammála slagorðinu "HERJÓLFSFERÐ ER GÓÐ FERÐ" akkurat þá.
(Shitt ég held að ég sé að verða sjóveik á að hugsa um þetta)
Það eina sem við þurfum að gera til að sannfæra samgönguráðherra varðandi göngin er að setja upp 15 fundi varðandi þessi mál í eyjum og senda hann fram og til baka með skemmtiferðaskipinu þangað til hann gubbar upp samþykki. Það er hvort eð er aldrei flogið, ef það er ekki þoka eða rok þá er alltaf hægt að ljúga því að það sé misvinda eða óviðráðanleg ísing. Hver kannast ekki við það?
B.S