What a Wonderful world

Monday, March 13, 2006

part 2


Þegar flugvélin lenti var ég nokkuð viss um að dempararnir að framan (undir busieness class) hafi verið stærri en að aftan, því það var eins og við lentum á bómullarflugvelli, eða þá var ég ekki vöknuð og búin að slíta mig af dúnkoddanum ágæta alveg, ...eða þannig. Aníveis... ég mætti almúganum við tjaldið og fjölskyldan nokkuð hólpin eftir flugið, börnin höfðu aðeins náð að sofna en Siggi hafði þurft að kippa nokkrum sinnum í Sigmar þar sem hann söng orðið Latabæ fyrir aðeins of marga farþega, gleymdi sér alveg með heyrnatólið þetta krútt. Svo ætlaði mamma að rífa upp band-vitlausa tösku af færibandinu, helmingi stærri en hún hafði komið með og við hlógum öll alveg óskaplega af því. Krakkarnir frelsinu fegin og viltu hlaupa til Árósa en við náðum að koma þeim í lestina og Sigmar varð þá slappur aftur.
Það var gott að koma til Árósa, Jesper tók á móti okkur og beinustu leið uppí sveit. Hildur beið þar með litlu og loksins fengum við að sjá hana, nýjasta fjölskyldumolann, svona ofsalega fíngerð og lítil, minni en myndirnar höfðu logið til um en ofsalega falleg. Svo var okkur sýndur þann heiður að litla djásnið var nefnd og fékk það fallega nafn Freyja.
Dagarnir í Árósum einkenndust af dúlli með Freyju, láta hana ropa, skipta á henni, reyna að láta hana taka snuð osfrv. Krakkarnir fengu að aðstoða við hestana, gefa þeim og greiða, Siggi vildi taka til hendinni og hjálpa til en vildi ekki betur til en að hann tók um girðinguna og fékk vænt raflost og fældi hestana í burtu með hamaganginum.
Við fórum aðeins í bæinn í HM að sjálfsögðu og mamma var allan tímann að lesa af blaði upp pöntun frá eina konu og leita af stærðum eftir bækling að heiman, bara mamma eyðir öllum tímanum í að versla á kunningjakonu sína nærbuxur og belti, ótrúlegt....
Svo þetta fari nú ekki í margar blaðsíður ... þá heimsóttum við Thelmu og Svenna sem hafa það rosa fínt, fórum á fiskasafn með börnin og Sigmar sérstaklega var ánægður með þá ákvörðun ....... Við fíluðum bara Aarhus vel með öllum sínum múrsteinum, við brilleruðum ekkert í dönskunni og ég telst varla pylsufær þar sem ég náði aldrei að panta almennilega pylsu en ég reyndi að tjá mig við ágætan fögnuð og hlátur viðstaddra, Einar og Gummi.. þið stóðuð ykkur samt vel..
Flugfreyjurnar voru ekki alveg með jafn rauðan varalit á leiðinni heim en heimflugið var samt ánægjulegt
Venlig hilsen

3 Comments:

  • Nú auðvitað Einar Friðþjófs og Gummi Jens, dönskukennararnir okkar. Skemmtileg ferðasaga Berglind, eins og þér einni er lagið. kv.Páley

    By Anonymous Anonymous, at 12:56 PM  

  • Berglind hvert er netfangið þitt?
    hehe mamma þín fyndin.. Hamast í einhverri risa tösku...:) Sé hana alveg fyrir mér....;)

    By Anonymous Anonymous, at 4:00 AM  

  • berglind@atorka.is ;)

    By Blogger Bella Blogg, at 5:48 AM  

Post a Comment

<< Home