What a Wonderful world

Monday, March 27, 2006

ég og fræga fólkið...


Pabbi greyjið bara búinn að eiga afmæli í marga daga hérna á blogginu . Get ekki látið þetta gerast.
Og ... ég er byrjuð í skólanum og marr náttlega ekkert white trash sko því það situr celebrity við hliðiná á mér, já það er bara best seller and genius Þráinn Bertlesson bæ mæ sæd, alltaf að biðja mig um aðstoð.. og ég bara “no prob..pal”.
Hann dásamaði forritið um daginn sem við vorum að vinna í og ég skaut því að honum að þetta væri nú bara innblástur fyrir næstu bók hjá honum og honum fannst það góð hugmynd, er maður ekki bara farinn að poppa hugmyndir fyrir fræga rithöfunda út í bæ. Svo gæti maður náttlega tekið mynd af sér með mr. Bertelsson og sent á “Hér og nú” og grætt 10þús kall, dobblað saman einhverja sögu um kallinn eða bara ekki. Mjög flottur kall sko.
Annars er obbosslega gaman í skólanum, allar heilasellur í yfirvinnu og maður svo útkeyrður þegar mar kemur loks heim að það er ekki til ein hreyfanleg fruma í líkamanum , þær lafa bara allar utaní hver annari eins og gamlir rónar svo ég skutla mér í sófann og það er ekki aftur snúið (panta bráðum þvaglegg og innanhúss rafmagnsbíl).
Ef ég kemst í gegnum næstu vikur án þess að brenna yfir og ferma börnin mín í leiðinni þá er það afrek út af fyrir sig. Ég ætti kannski að hafa það sem lokaverkefni að hanna mína eigin líkkistu.

p.s það er æði að fá allar kveðjurnar hérna að neðan, ég var nefnilega ekkert viss um hvað mundi gerast var farin að sjá mig fyrir mér búa til "fake" kveðjur frá hinum og þessum svo þetta væri ekki einhver "loosera" statement ..haha TAKK hunangsflugurnar mínar ;)

3 Comments:

  • Það er sama hvort þú ert í vinnunni eða skólanum - alltaf eitthvað "celebrity" lið í kringum þig...hahah....eða sumir halda það allavega...
    Stattu þig í náminu stúlka.
    Kveðja
    Elín

    By Anonymous Anonymous, at 2:07 AM  

  • Já Olga ég er til í hláturskast með þér og Rögnu hvenær sem er.

    Já Elín ég reyni að standa mig ;)

    By Blogger Bella Blogg, at 6:51 AM  

  • Líst vel á þig í þessu námi þú átt eftir að brillera. Líst vel á þetta með bókaútgáfuna hjá ykkur Bertelsson.

    By Anonymous Anonymous, at 2:29 PM  

Post a Comment

<< Home