What a Wonderful world

Friday, March 03, 2006

Kenning á afslætti



Maðurinn minn er búinn að vera heima síðustu kvöld sem er jafn sjaldgæft og logn á stórhöfða. Það er frekar erfitt að láta eftir fjarstýringuna svona mörg kvöld í röð og er ég iðandi í skinninu þegar hann er ekki nógu snöggur að tékka á þættinum sem við erum að horfa á þar sem hann vill flakka um allt í auglýsingahléinu (mjög ábyrgðarlaust). Ég er komin með sér heilahólf fyrir sjónvarpsþætti svo maður geti opnað og lokað eftir fjarstýringunni og svo verður maður að skálda inná milli þegar maður missir einhverja búta. Maður er svo sem farin að reikna út þessa sakamálaþætti og getur nokkuð auðveldlega hannað nýja búta og endingar. Þetta er rosalegt púl og heilaleikfimi, boðsendingar heilans eru eins og hraðaupphlaup íslenska handboltalandsliðsins, svo hratt sendast upplýsingar á milli. Einhversstaðar las ég að heilinn mundi hvílast meira þegar maður er eins og fuglaflensa fyrir framan sjónvarpið en þegar maður í raun sefur. Því þegar maður glápir er sjónvarpið í raun að leiða heilasellurnar um gangana og þær þurfa ekkert að hafa fyrir þessu, en þegar maður sefur er heilmikil starfsemi vegna drauma osfrv (sel þetta nú ekki dýrara en ég keypti það).
Er einhver sem er tilbúin að styðja þessa útsölukenningu?

3 Comments:

  • já ég styð þessa kenningu... Reyndar fer þetta eftir því hvað maður er að horfa á... Hugsa að sellurnar séu í lágmarksvinnu yfir Bachelor en að þær séu í aðeins meiri yfirvinnu yfir náttúrulífsþáttunum hans Davids A. svo dæmi sé tekið... Núna er t.d verið að endursýna sex and the city og ég sá alla þættina á sínum tíma en nú þegar ég er að horfa á þá aftur þá varð mér ljóst að ég man ekki eftir helmingnum af því sem gerðist í þessum þáttum...Sellurnar hafa greinilega verið leiddar eftir göngunum án þess að hafa neitt fyrir því...:)

    By Anonymous Anonymous, at 2:38 PM  

  • Ég las þetta á sínum tíma í Lifandi Vísindi... trúði þessu alveg og hef óspart vísað í þetta. En einsog Ragna Jenný bendir á, er líklega mism. hvaða efni maður er að horfa á. Eiginmaður minn segir reyndar að heilinn í mér hætti aldrei að vinna, og segist geta fært sannanir fyrir því. T.d. var ég um daginn að horfa á einhvern þátt sem átti að byggjast á sögulegum heimildum sem voru bara ekkert sannar og gjammaði ég frammí af og til og býsnaðist yfir staðhæfingarvillum. Svo eitt kvöldið var kveikt á þáttunum þarna, playboy mansion stelpurnar hans Hugh Hefner, en það minnti mig víst á einhverja sögu af Marilyn Monroe og þuldi ég hana víst upp, óbeðin reyndar. Ég man ekkert eftir þessu, en kallinn segir þetta sanna að ég hætti aldrei að hugsa. Mér finnstþetta meira merki um að það sé óþolandi að búa með mér, hehe.
    JYJ

    By Anonymous Anonymous, at 8:51 AM  

  • wahahha gødur !

    By Blogger Bella Blogg, at 12:38 PM  

Post a Comment

<< Home