What a Wonderful world

Thursday, March 30, 2006

Steiktur laukur




Hverjum hefði dottið það í hug að steiktur laukur væri skaðvaldur (eins lítill og ómerkilegur hann er), nema hvað að hann er náttlega jafn fitandi og djúpsteikar hnésbætur af 300 kílóa manni. But never underestimate kids, onion and active husbands, segi ég !

Börnin mín svo yndislega listræn...... rúlluðu út ársbyrgðum af álpappír yfir stofugólfið í vikunni og hófu mikla framleiðslu á ýmsum listvarningi, meðan mamman (uuuu..ég) reyndi að hlaupa yfir hluta námsefnis í tölvunni svona á hliðarlínunni, þannig gat ég með innbyggðu hnakka-augunum fylgst með framleiðslunni og komið í veg fyrir vinnuslys, ég meina ... hvað er hægt að gera með álpappír...ha.... Ég var dottin niðrí lay-era vinnu og maska eins og það kallast á fagmáli, þegar ég var boðuð á listasýninguna. Vá hvað þetta var flott hjá þeim !! Sigmar hafði búið til glas, skál og skeið úr álpappír og Clara einhvern svaðalegan skúlptúr sem aðeins listamenn lærðari en ég geta skorið úr um hvað átti í meðvituðum heimi að vera, en líka gerði hún fallega skál svona til að sýna fram á nytjalistar hæfileikana. Ég stökk á fætur og sagði að nú skildi verkin mynduð og náði í digital vélina góðu. Verkunum var stillt upp og þetta var allt mjög spennandi og flott. Sigmar vildi sýna fram á notagildið og sótti Cherios í sína skál og vildi láta mynda þetta svona “alvöru” og það var gert ... Clara vildi að sjálfsögðu ekki vera með neitt verra og náði sér í fullan stauk af steiktum lauk (já þar kemur hann við sögu) og setti hann í sína skál...mjög girnilegt..hmmm.. Jæja svo var myndatökunni lokið og mamman snéri sér að tölvunni aftur .. Sigmar gerði tilraunir með glasið og komst að því að það lak og varð brjálaður og henti því í ruslið.. Clara fór með sitt inná bað......
Svo kem ég seinna inná bað og finn þessa ógeðfelldu lykt, sem var svona blanda af þjóðhátíðartáfýlu og úldnu grasi undan tjaldi sem staðið hefur á sama blett í 7-8 daga.... já eða bara blautum steiktum lauk. Baðvaskurinn var fullur af steiktum lauk í bleyti......Svo kom sú stutta og renndi frá þannig að restinn gúlpaðist niður. .OG....... Það var að sjálfsögðu allt fast, stíflað og vaskurinn ónothæfur... Þá kom skaðvaldur númer 2 , maðurinn minn heim. Hann hafði sko ráð við þessu ,, hafði fengið brjálæðislega sterkt efni sem notað er við að losa svona í stórum eldhúsum, efni sem brennur sig í gegn, efni sem þarf að nota grímu við og hanska... Ohh ekki leist mér á það (þekkjandi manninn minn ágætlega) það byrjaði fínt, með rauðri lítilli trekt (bara eins og rifin út úr rauðhettuævintýrinu), “þetta var ekkert mál”. Það var látið falla eins og einn dl. Og svo átti að bíða.. en það er svo erfitt að bíða...þegar maður er frekar ör.. svo það var annað eins magn látið niður falla 5 min seinna... og svo veit ég ekki meir fyrr en litla rauða trektin er komin fram á gang, maðurinn minn er vopnaður af stórum drullusokk (hótel týpunni) og nýja baðherbergið mitt er í hers höndum.... ég veit ekki hvort ég eigi að koma með endirinn... en allavega þá er krómið farið af fallegu stálröndinni og brjálaða efnið hefur sett brennda punkta hér og þar um baðherbergið....nýja fallega baðherbergið mitt....

Og af því ég elska manninn minn eins og hann er, og það var steikti laukurinn sem átti upphafið þá hlæjum við bara að þessu, ég meina hvað annað á maður að gera ??? Fá sér pylsur með hráum lauk næst?

4 Comments:

  • Alveg dásamleg fjölskylda:-)
    Hvað ætli það þíði að æsa sig yfir eh dauðum hlutum. Flott hjá ykkur að taka bara pollýönnutaktana á þetta.
    Glæsileg álpappírseintök hjá komandi listafólki.
    Alveg komin í gott skap af að lesa þetta alltsaman
    kv Heiða

    By Anonymous Anonymous, at 8:25 AM  

  • Alltaf gaman að fylgjast með ykkur elsku Berglind mín.
    Í hvaða nám er mín komin í ?
    Sjáumst svo á leiðinni Hf - Rvk á 100 km hraða rétt fyrir kl.9 einhvern morgunin í næstu viku, ef eki fyrr. Er alltaf á leiðinnnnnnnnnnnnnnni yfir veginn.
    knús
    Linda Ósk

    By Anonymous Anonymous, at 1:20 PM  

  • Berglind! Thú og thín fjølskylda!
    Thid erud algjørir snillingar, thad er einmitt vegna svona tilfella ég sakna og elska ykkur svo mikid. Thid erud alltaf svo jollý yfir øllu!
    Og ad sjálfsøgdu eru Clara og Sigmar alltaf jafn snidug ad finna sér eitthvad ad gera.
    :o)
    Kvedja Hildur

    By Anonymous Anonymous, at 1:23 AM  

  • Æi leiðinlegt að heyra með fína baðherbergið.. En sagan er nú samt fyndin hjá þér... Maður gat ekki annað en hlegið..:) Muna: Sleppa því að kaupa steiktan lauk í Bónus..;)

    By Anonymous Anonymous, at 1:53 AM  

Post a Comment

<< Home