"Tæm flæs" (Tíminn flýgur)
Á sama tíma og ég var að skoða mynd af Clöru sem tekin var á leikskólanum sendi Unnur systir mér mynd af henni frá því hún vara bara smá dúlla. Úff ég fékk bara smá sjokk yfir því hvað þessi yndislegu börn mín stækka fljótt og hvað tíminn líður hratt. Ég fékk móðurslegt samviskubit og verndarkvíða (orð sem ég vara að finna upp og er dregið af þeirri tilfinningu sem við mæður finnum annað kastið þegar við erum ekki vissar um að við séum að gefa börnunum okkar nóg). Ég tók þá ákvörðun að sleppa sjónvarpinu í gær og við brettum upp ermar og gerðum stóra klessu af trölladeigi sem tók svo á sig margar myndir jólaskrauts (af grófari gerðinni) ennnnn.. hvað það var gaman og gefandi. Ég hvet ykkur til að eyða einu kvöldi í þetta.... (CSI mun verða sýnt aftur)
Jólaskraut úr trölladegi
1 bolli salt
2 bolar hveiti
1 bolli vatn
Blandið saman salti og hveiti og blandið svo vatninu saman við smátt og smátt. Hnoðið vel þar til það er þétt í sér, u.þ.b. 5-10 mín.
Fletjið degið út og stingið út myndir með smáköku mótum, notið tannstöngul eða prjón til að gera gat efst á hverja köku til að hengja upp. Bakið á vægum hita í u.þ.b. 30 mín. Eða þar til þær eru harðar. Þegar kökurnar eru orðnar kaldar má skreita þær með þekjulitum eða glimmeri. Varist að kökurnar blotni. Ef þú átt til lakksprey t.d. fyrir keramik er gott að spreyja þær nú. Þræðið að lokum borða í gatið og skrautið er tilbúið til að hengjast upp á jólatréð. (Jólasíða Systu)
Litla Clara
Stóra Clara
Jólaskraut úr trölladegi
1 bolli salt
2 bolar hveiti
1 bolli vatn
Blandið saman salti og hveiti og blandið svo vatninu saman við smátt og smátt. Hnoðið vel þar til það er þétt í sér, u.þ.b. 5-10 mín.
Fletjið degið út og stingið út myndir með smáköku mótum, notið tannstöngul eða prjón til að gera gat efst á hverja köku til að hengja upp. Bakið á vægum hita í u.þ.b. 30 mín. Eða þar til þær eru harðar. Þegar kökurnar eru orðnar kaldar má skreita þær með þekjulitum eða glimmeri. Varist að kökurnar blotni. Ef þú átt til lakksprey t.d. fyrir keramik er gott að spreyja þær nú. Þræðið að lokum borða í gatið og skrautið er tilbúið til að hengjast upp á jólatréð. (Jólasíða Systu)
Litla Clara
Stóra Clara
5 Comments:
ó já tæm flæs... Eins gott að njóta þessa tíma...:) Sjá hana Clöru þína.... Hún er algjört bjútí og dúllumús...
kv. ragnajenny
By Anonymous, at 12:27 AM
Mér skilst að það felist myndlistamaður í þér Berglind...:) Það væri gaman að fá að sjá við tækifæri... kv. ragnajenny
By Anonymous, at 1:59 PM
nú nú, hver var að segja það Ragna?
By Bella Blogg, at 2:30 AM
Hef þetta eftir áreiðanlegum heimildum....:)
By Anonymous, at 5:02 AM
þú verður bara að fara taka þessi 20 skref í heimsókn ;)
By Bella Blogg, at 7:44 AM
Post a Comment
<< Home