framhald....
Annað sem kom fram í Kastljósi í gær varðandi kynferðisofbeldi, sem er alveg hreint ótrúlegt var að barnaníðingar virðast ekki þurfa að gefa skýrslu fyrr en þeir hafa heyrt sögu barnsins af því sem gerðist, hversu heimskur þarftu að vera til að átta þig ekki á því að það sé gerandanum í hag, svo hann getur þá bara spunnið sína lygasögu í samræma við það sem barnið hefur sagt. Hverslags réttlæti er þetta sem við erum að bjóða börnunum okkar, ég segi OKKAR því þó að við séum ekki foreldrar þessara barna þá berum við sameiginlega ábyrgð sem fullorðið fólk á því að samfélag okkar komi í veg fyrir að svona menn gangi lausir og skaði börn sem geta enga vörn sér veitt.
Það kom einnig fram að þó svo að tilkynningar hafi aukist um helming þ.a.s þeim málum er fara í skoðun hjá barnahúsi á síðustu árum þá eru sakfellingar jafn margar, bara einföld tölfræði segir að þarna sé eitthvað skrítið í gangi og það kom berlega fram í þessum þætti. Ég verð bara að segja það að ég skammast mín að heyra þetta, ég vissi ekki að svona mikið óréttlæti væri að finna á Íslandi árið 2005. Ég hélt að svona hlutir væru ekki til , að þeir tilheyrðu frekar frá þeim tíma er svertingjar fengu ekki að sitja í strætó eða á þeim tíma er systurnar í Hafnarfirði urðu fyrir sínu hræðilega ofbeldi sem engin virtist geta komið þeim útúr.
Ef maður hugsar til þeirra skatta sem maður borgar og hvað er svo gert við þá peninga er mjög einfalt að leggja fyrir þá spurningu; Hvað finnst þér mikilvægast af öllu, ég efa það ekki að lang flestir mundu svara ; Öryggi barna minna, því þau er án efa það dýrðmætasta sem við "eigum".
Afhverju tímum við þá ekki að eyða peningum í að borga fólkinu sem vill börnunum okkar vel mannsæmandi laun og eyða peningum í að útrýma svona óréttlæti? þ.a.s ef það kostar einhverja peninga ef að þetta snýst bara ekki um réttlæti sem við getum ekki veitt börnunum okkar sökum fávisku, af því okkur finnst það óþæginlegt, vorkennum gerandanum eða af því okkur finnst annara mál ekki koma okkur við. Eins og ofbeldi sé bara einkamál innan fjölskyldunnar. Ekki fyrir löngu síðan var það talið minna afbrot að misnota barnið sitt en barn annara og því minni refsing. "það er allt í lagi ef þú misnotar aðeins þitt barn en ekki barnið hennar Siggu og Jóns" eða "það er meira í lagi að þú nauðgir konunni þinni en ráðist á ókunnuga konu út í bæ" hversu brenglað er það? Á maðurinn konuna eða barnið, nógu mikið í okkar huga til þess að við getum ekki veitt konunni eða barninu FULLT réttlæti. Er eitthvað af þessum viðhorfum ennþá lifandi?
Ég veit að það er gott fólk hér á Íslandi sem hefur barist og barist áfram, en þeim greinilega vantar meðbyr og ég vona að ´Kastljósið lýsi upp hvert einasta skítkorn, allt það sem þarf að laga svo eitthvað fari að gerast í þessum málum svo að við getum verið viss um að börn þessa lands fái það sem þau eiga skilið, að börn sem standa andspænis gerandanum fái að standa að minnsta kosti jafnfætis, annars erum við að leyfa ofbeldinu að halda áfram, annars erum við ekkert annað en meðsek.
Ef þið sáuð ekki Þáttinn þá er hann hér, viðtal við Braga Guðbrandsson
http://www.ruv.is/kastljos
3 Comments:
Þetta er hreint með ólíkindum.. Ekki vissi ég að sakborningur hefur rétt á að vera viðstaddur frumskýrslutöku af þolanda.. Þolanda sem til að mynda gæti verið sex ára niðurbrotið barn.. Hverslagas vinnubrögð eru það?? Maður veit að það er nógu erfitt fyrir fullorðna manneskju að mæta geranda sínum, hvernig ætli það sé fyrir lítið barn sem er jafnvel að mæta foreldri sínu eða nánum aðstandanda???? Ég skil ekki þessi vinnubrögð og fyrir utan það að sakborningur getur kokkað upp einhverjar lygasögur á eftir þar sem hann hefur heyrt skýrslutökuna en hefur ekki farið sjálfur í skýrslutöku!!! Afhverju var þessum lögum breytt í þessa veru 1999??? Ég segi það sama og þú Berglind: Við eigum öll að standa vörð um þessi mál, og við eigum að láta þau okkur skipta, annars erum við bara meðsek... En hvernig? Mikið vildi ég að maður gæti þrýst á rétta hnappa til þess að knýja á um breytingar... það hlýtur að vera hægt???
kv. ragnajenny
By Anonymous, at 6:22 AM
Sendum póst í Kastljós og hvetjum þá til að setja eitthvað upp þannig að almenningur geti haft áhrif, staðið saman og þrýst breytingum í gegn. Fólkinu í landinu ofbýður og vill hafa eitthvað um málið að segja.
By Bella Blogg, at 7:17 AM
What a sad world we live in :(
Börnin virðast bara ekki hafa nein mannréttindi, það virðist alfarið treyst á að foreldrar og ættmenni standi vörð um réttindi barnanna, en hvað ef það eru einmitt þeir aðilar sem eru að brjóta gegn þeim? Manni verður illt í maganum! Kv. Beta
By Anonymous, at 3:48 AM
Post a Comment
<< Home