Nefndir eru frystingartæki nútímans !!!
Alveg getur það drepið mig hversu hrokafullt þetta samfélag okkar virðist vera. Að fólkið sem hugsar um börnin okkar og gamla fólkið skuli vera með SKÍTA-laun á meðan samfélagið getur eytt peningunum í ýmislegt annað. Ráðamenn sem eiga að vera vinna í þessum málum eru alltaf eins og niðurgangur á skjánum þegar kemur að því að sjónvarpsspyrlar svifta hulunni af illalyktandi málum sem hafa myglað undir gleymdum pappírum ofaní læstum skúffum einhversstaðar. Það eina sem þetta samfélag virðist gera er að skipa í nefndir, vinnuhópa og málþing sem hittast greinilega of sjaldan og koma með sömu niðurstöður og allir aðrir gátu sagt þeim fyrir lifandis löngu síðan, en á meðan hefur gott fólk einfaldlega gefist upp á því að vinna fyrir þessa skiptimynt eða eins og einn nefndi í sjónvarpinu í gær þá deyr þetta gamla fólk einfaldlega áður en við sinnum því, við gætum alveg eins haft bara útrýmingarbúðir, svo afskiptalaus er þjóðin gagnvart þessu fólki, þessu gamla fólki sem með dugnaði sínum kom okkur á þennan stað. Þetta er þakklætið !!!
Ég skil vel að það þarf að kanna mál og skoða en “over my dead body”, það fer svo mikill tími í þessar nefndir og eilífar kannanir Á endanum er enginn munur á kúk og skít. Léleg laun er léleg laun og of fáliðað starfsfólk er of fáliðað starfsfólk, það þarf engar heilaskurðlækningar í það, eða endalausa fundi til að skiptast á kaffiservéttum.
Kastljós á hrós skilið fyrir sína umfjöllun er varðar gamla fólkið, kynferðisofbeldi, launamisrétti og fleira sem virðist hafa komið af stað smá skriðum í samfélaginu, því það er það sem þarf, að halda þessu gangandi , ekki bara koma með smá tal í einum þætti og svo henda því ofaní sömu skúffuna.
Hafnarfjarðarbær ákvað í kjölfar umfjöllunnar um kynferðisofbeldi, þar sem Thelma Ásdísardóttir og systur hennar komu fram að skoða sín mál varðandi tilkynningar til barnaverndar og hvernig þessi mál eru afgreidd, ferlið osfrv. Ég efa það ekki að eitt erfiðasta starf sem nokkur getur unnið sé að vinna hjá barnavernd, og bara af minni reynslu við að tilkynna lögreglu og barnavernd um barn sem ég hafði virkilega áhyggjur af sýndi mér að ferlið sem slíkt er ekki að vinna næginlega vel. Lögreglan tilkynnti ekki barnavernd um að hún hafi verið kölluð í hús vegna þessa barns sem mér finnst alveg hreint ótrúlegt og greinilega óljóst ferli þar á ferð.
Það virðist vera svo að nóg sé af góðu fólki, sem er tilbúið að fórna sér og jafnvel farið að vinna sörf sem tvær til þrjár manneskjur eiga að vinna.
Á okkar ríka samfélag, þar sem stjórnendur banka geta með nokkrum millifærslum og tilfæringum stungið milljörðum í vasann ekki peninga til að stuðla að grunn mannréttindum barna okkar og gamalmenna? Einföld spurning, vill einhver setja það í nefnd?
3 Comments:
Mjög góður pistill hjá þér Berglind. Mér var einmitt ansi heitt í hamsi eftir að hafa horft á hana Jónínu Bjartmarz í Kastljósinu í gær.. Hún virkaði bara veruleikafirrt og kreisí... Þóttist aldrei hafa heyrt um svona ástand áður.. Ég var nú bara að vinna á Hrafnistu fyrir fjórum árum síðan og þar var ALLTAF undirmannað og það eina sem maður gat gert var að sinna frumþörfunum hjá gamla fólkinu. Enda entist ég bara í fjóra mánuði.. Ekki eðlilega leiðinlegt að geta ekki sinnt nema grunnþörfunum... Og svo voru launin nú ekki til að hrópa húrra fyrir... Það er bara ömurlegt hversu umönnunarstörf eru illa borguð... Samt vilja allir fá 100% þjónustu og geta alls ekki verið án hennar... Ég meina er eðlilegt eftir Þriggja ára háskólanám að leikskólakennari hafi 150 þús á mánuði (fyrir skatt)??? Mér finnst þetta allt hrein hörmung og ömurleg þessi forgangsröðun hjá ríkisstjórninni.. Það hlýtur að vera hægt að laga þetta!! kv. Ragna Jenný
By Anonymous, at 6:12 AM
Heyr heyr... alltof mikið af peningum fara í nefndarlaun í stað þess að eyða þeim í að leysa vandann!!! kv. sigþóra
By Anonymous, at 5:14 PM
Frábær pistill og ég get tekið undir með flestu hér að ofan. Held að það megi taka þessa pælingu á enn víðara svið og hreinlega setja spurningamerki við það þjóðfélag sem búum í í dag. Stjórnmálamennirnir sem eiga að taka á líðandi stundu og vinna fyrir almenning virðast einfaldlega ekki vera í neinum tengslum við almenning og raunveruleikann í landinu. Þeir sem stjórna fjármagninu hugsa um ávöxtun og arðbærni fjárfestinga og fjölmiðlar hafa hingað til sýnt mikinn sofandahátt þegar kemur að hlutum sem virkilega skipta máli. Það er frábært að fá svona beitta umfjöllun um menn og málefni í gang á þeim tíma sem flestir landsmenn sitja við skjáinn og vonandi fer þessi þjóð bara að vakna til lífsins! Það er ekki mikið eftir í samfélagi manna þegar enginn man eftir eða nennir að spá í náunganum. Kv. Beta
By Anonymous, at 3:39 AM
Post a Comment
<< Home