What a Wonderful world

Wednesday, November 23, 2005

Ein og yfirgefin eða frjáls?



Ég veit ekkert hvernig eða hvað ég á að gera. Börnin mín fóru með afa og ömmu til eyja og Siggi er í Sviss. Hver er ég og afhverju er ég ekki sjálfri mér nóg? Ég er búin að klippa á mér táneglurnar og plokka augabrúnirnar. Ég svaf ein í KING size rúmi og vaknaði tvisvar í nótt af tómleika, með þrjár sængur og sex kodda. Gat ekki sofið lengur en venjulega þó ég hafði tíma til þess og málaði mig fyrir framan baðspegilinn en ekki baksýnisspegilinn í bílnum. Skrítið að hafa bara sjálfan sig að hugsa um, ég hélt það yrði aðeins meira frelsandi og minna einmannaþrungið. Ég var búin að sjá mig fyrir mér eins og gellurnar í “Sex and the city” þáttunum ....dunda mér í freyðibaði með kerti og hvítvínsglas, kanski kemur það á öðrum eða þriðja degi. Það sveiflast um í mér allskonar tilfinningar, ég finn “verndarkvíðann” mjög sterkt og stingandi söknuð enn finnst samt ég eiga það skilið að vera aðeins bara ég, vegna þess að ég greinilega hef þurft á því að halda, því ég veit bara ekki hvað ég á við mig að gera. Er ég í fleirtölu? Er ég orðin ein manneskja + tvö börn sem kann ekki að hugsa sjálfstætt? Ég fór hlaupandi um matvöruverslunina í gær eins og ég væri með tvö óþreygjufull börn á eftir mér, náði svo að stöðva mig og gaf mér tíma til að velja nýtt krydd og labbaði ótrúlega rólega í gegnum hreinlætisganginn...... eins og gagnrýnandi á listasafni. Lyfti upp vörum og las aftaná þær innihaldið eins og Gillian í “You are what you eat”. Ég tók svo til þegar ég koma heim og mér finnst ótrúlegt til þess að hugsa að það verði ennþá þannig þegar ég kem heim í dag og jafnvel næstu daga. Ég ætla í ljós í dag, vax, búðahangs og jafnvel í bíó í kvöld (ef ég get dregið einhverja af þreyttu húsmæðravinkonum mínum með) svo endar maður líklega með að lesa Bridget Jones með grænan maska í andlitinu og hvítvínsglas, hver veit nema maður byrji bara að reykja eða fái sér tattú á rasskinnina, eitt er víst ég er ekki að fara að baka smákökur.
Hefur einhver lennt í þessu ?

5 Comments:

  • Kannast við tilfinninguna! Svo er eins og allur vindur sé úr manni á öðrum degi og ég í það minnsta eyði tímanum í sjónvarpsgláp og netið, hugsandi um hvað ég sakna allra agalega!!! kv. sigþóra

    By Anonymous Anonymous, at 4:35 AM  

  • Kannast vel við þetta, það er eins og maður njóti ekki neins nema með barnið með sér :) En njóttu þess að hugsa bara um sjálfan þig á meðan, þú verður komin í hitt hlutverkið aftur áður en þú veist af.
    Kv.
    Kristín Inga

    By Anonymous Anonymous, at 5:16 AM  

  • Mér líst nú bara ágætlega á planið ljós vax og verslunarferð njóttu þess bara að máta og skoða .... og að sjálfsögðu kaupa ;) Ég myndi kannski bæta við eftir vinnu að fara á súfustan á laugarveginum fá mér gott kaffi, köku og lesa blöð í rólegheitum :) Annars segi ég bara góða skemmtun

    By Anonymous Anonymous, at 6:15 AM  

  • Já svei mér þá ég held að maður sé bara orðinn fleirtala!! Maður hugsar einhvernveginn allt út frá fjölskyldunni og svo þegar hún er ekki til staðar þá veit maður varla hvað maður á við sig að gera.. Þetta er svona eins og þegar maður hætti í handboltanum á sínum tíma, þá vissi maður ekki hvern andskotann maður ætti að gera við öll þessi kvöld sem voru á lausu..:) En það verður gott að fá Sigga þinn heim, þá getið þið haft það kósý; Bara tvö...:) Er það ekki allveg bráðnauðsynlegt annað slagið... Njóttu þess og losaðu þig við verndarkvíðann.. Krakkarnir nenna ekki einu sinni að hringja..hehehehehe...;) Kv. ragnajenny
    p.s takk fyrir mig í gær...Mjög næs að koma til þín..

    By Anonymous Anonymous, at 6:49 AM  

  • já ógesslega gaman að þú komst loksins Ragna, ég hefði dáið úr einmannaleika ef þú hefðir ekki komið, gott fullorðins-kaffispjall. Verst að ég stóð ekki við loforðið með vöfflurnar sem ég var alltaf að reyna að lokka þig til mín með, vona samt að þú komir aftur :)

    By Blogger Bella Blogg, at 6:56 AM  

Post a Comment

<< Home