Til hamingju kokkalandslið Íslands !!!!!
![](http://photos1.blogger.com/blogger/2152/700/320/kokkalandslid_kalda_bord_20.jpg)
![](http://photos1.blogger.com/blogger/2152/700/320/26.1952_x400.0.jpg)
Íslenska kokkalandsliðið lauk keppni í gær í Sviss, þar sem tíu bestu þjóðum heims var boðið að keppa. Þau stóðu sig frábærlega eins og alltaf og eins og íslendingum sæmir var allt lagt í keppnina, blóð , sviti og tár.
Þegar ég ræddi við kallinn minn í gær voru þau búin að vera vakandi í 36 tíma, gjörsamlega örmagna á líkama og sál, þar sem ekki var hægt að gefa sér tíma í að hvílast. Þau fengu silfur fyrir heita og kalda matinn, það þýðir þó ekki annað sæti, þar sem fleiri geta fengið silfur, en frábær árangur og sá besti til þessa.
Sökum smægðar þjóðar okkar og oft þá skort á fjármagni í svona keppnir þurfa meðlimir íslenskra landsliða oft sjálfir að fjármagna svona keppnir með fjáröflunum og styrktaraðilum Ein af þeim leiðum má nefna bókina landsliðsréttir Hagkaupa, glæsileg bók sem mikil vinna liggur að baki. Þó landsliðið hafi aldrei haft meiri meðbyr og nú í styrkjum kemst það ekki nálægt því hvað aðrar þjóðir hafa með sér í svona keppni. Aðrar þjóðir hafa oft kokka sína á fullum launum, eru með markaðsstjóra, kynningarstjóra og jafnvel sálfræðing fyrir liðið á meðan lið eins og íslendingarnir gera allt sjálfir, þar á meðal búa til matseðlabók, þýða hana á ensku, allt skipulag sem er heilmikið, sem m.a. felur í sér að útvega ljósamenn og þema-skraut fyrir borðið, áhöld og allt sem fylgir, í sínum eigin frítíma eftir að þeir koma heim úr vinnu á kvöldin. Svo þetta snýst ekki "bara" um að elda góðan mat. Ég held að ef þeir hefðu kost á því að gera eins og hin liðin, að einbeita sér engöngu að matnum og eyða öllum sínum kröftum í hann kæmust hin liðin ekki með tærnar þar sem þeir hafa hælana. Því að þó þau séu sjálfir sínir þjálfarar, markaðsstjórar, kynningarstjórar, sálfræðingar, þýðendur, blómaskreytingamenn og allt annað eru þeir í fremstu röð fyrir ótrúlega færni, endalausar fórnir, gífulegan metnað, stolt og hungur í að vera meðal þeirra bestu.
sjá umfjöllun og myndir á:
http://www.chef.is
![](http://photos1.blogger.com/blogger/2152/700/320/26.1956_x400.0.jpg)