Ræpa gærdagsins
![](http://photos1.blogger.com/blogger/2152/700/320/untitled1.jpg)
Vegna þess hversu leiðindarpirringur getur verið hrikalega orkufrekur og bara mannskemmandi ákvað ég að taka út síðasta póst. Ég er í svo góðu skapi í dag á þessum dýrðardegi að ég nenni ekki að hafa þessa ræpu gærdagsins hérna inná blogginu mínu eins og gamla myglaða mandarínu. Svo ég bið þá sem sem komu hérna inn í gær til að lesa afsökunar á því að fá þessa úldnu tusku í andlitið og lofa skemmtilegra hjali á komandi dögum, enda engin ástæða til annars.
Já ég er klofin persónuleiki, vitandi um ástand mitt en tilbúin til að skilgreina ferlið og verða betri manneskja.
4 Comments:
:-)
Kv. Elísabet
By
Anonymous, at 1:34 PM
ohhhhhh.. takk Jórunn og Beta
By
Bella Blogg, at 3:48 AM
Það var nú ekki einsog þú færir með fleipur! Þetta var allt dagsatt og ef enginn bendir á slíka hluti (hvað þá eins listavel skrifað og þú gerðir), hvernig geta hlutirnir þá breyst?
Berglind í pólitík, segi ég nú bara :o)
Kv, JYJ
By
Anonymous, at 4:24 AM
ég skrifa hér til að þakka þér fyrir að fjarlægja þennan pirru pistil, flest af því sem þú skrifaðir er sannarlega rétt en þar sem ég fer daglega á bloggið þitt kom þessi pistill mér á óvart, einhvernveginn ekki í stíl við þig svona skemmtilegan penna sem þú ert. Víst eru þær margar kerfis-sugurnar en það er líka fullt af fólki sem á rétt á einu og öðru frá kerfinu en sækir það ekki einu sinni. Þú ert frábær penni og full af humor og ég skelli hér uppúr mjög oft í vinnunni við lesturinn. Takk fyrir skemmtunina.
Bekka
By
Anonymous, at 6:53 AM
Post a Comment
<< Home