What a Wonderful world

Wednesday, August 31, 2005

Ef þú vilt sjá fleiri myndir

Þeir sem vilja sjá fleiri myndir verða að koma í heimsókn, aldrei að vita nema að ég gefi ykkur að drekka úr fínu nýju glösunum mínum eða gefi ykkur að borða af nýju fínu diskunum mínum sem ég fékk í brúðargjöf :)
Ef þú varst á staðnum þá er til mynd af þér !!!
Frosti tók yfir 400 myndir og Katrín Eva líklega slatta, eins og Frosti útskýrði í ræðu sinni þá er þetta fólk ekki stressað heldur gerir það bara allt mjög hratt, svo nóg er til af myndunum...

9 Comments:

  • Hæ hæ, frú Bella gella,

    Til hamingju með nýja titilinn. Það fer þér vel að vera gift, allavega af myndunum að dæma. Þykir svo leitt að hafa ekki getað mætt í brúðkaupið. Lítur út fyrir að hafa verið svaka partý og gott stuð. Vonandi get ég komið í heimsókn til þín sem fyrst. Ertu ekki annars komin í nýju íbúðina? Endilega láttu heyra í þér svo við getum fundið tíma til að hittast. Maður vill sko ekki vera að trufla nýbökuð hjón með óþarfa símhringingum svona fyrstu vikuna þeirra í sælunni.

    Kær kveðja,

    Hildur Bærings.

    By Anonymous Anonymous, at 9:49 AM  

  • Já Hildur það var svakalegt stuð, þú verður að kíkja við á vellina í heimsókn, bjallaðu ´amig þegar þú ert á leið í bæjarferð !
    Kveðja Berglind

    By Blogger Bella Blogg, at 2:42 AM  

  • Æðislegar myndirnar, þær lýsa vel þessum frábæra degi. Og myndin af þér og Sigga í kirkjunni er ekkert smá flott.
    Kveðja
    Kristín Inga

    p.s. vona að það hafi gengið vel að koma öllum á fætur í morgun :)

    By Anonymous Anonymous, at 2:54 AM  

  • ef thad er afgangur af kokunni tha megid thid senda hann til london. mamma er med heimilisfangid.
    leidinlegt ad hafa ekki getad verid a stadnum, thetta var orugglega rosa gaman. ekki samt segja mer hvad var i matinn tvi tha fer eg orugglega ad grenja af ofund.
    en thid erud oll eitthvad svo saet a thessum myndum og madur ser stoltid skina i gegn hja afa og ommu og sigmari og cloru. hlakka til ad sja fleiri myndir einhvern timann, bestu kvedjur,
    indi

    By Blogger -(..)-, at 3:13 AM  

  • Því miður kláraðist öll kakan, en ég skal baka handa þér þegar þú kemur Indí, what flavour do you like?

    By Blogger Bella Blogg, at 4:47 AM  

  • Æðislegar myndir, og gullfalleg brúðhjón.
    Sé að ég hef misst af svaka partýi, ohh hvað ég hefði viljað vera hjá ykkur. En ég þigg boð um að mæta í myndasýningu næst þegar ég kem á klakann.

    kær kveðja

    Heiða

    By Anonymous Anonymous, at 5:48 AM  

  • Innilega til hamingju :)
    Ekkert smá fallegar myndir greinilega verið yndislegt brúðkaup.

    Kær kveðja Lilja Ólafs.

    By Anonymous Anonymous, at 2:30 PM  

  • Innilega til hamingju með brúðkaupið, það lítur út fyrir að hafa verið glæsilegt...örugglega flott glös og diskar sem "ÞÚ" fékkst...hahahah ég segi þetta alltaf líka þegar við skötuhjúin fáum einhverja gjöf...á það til að "eigna mér" hlutina ALEIN...hahah viss um stelpur eigi þetta soldið til (O;
    Gleðilega hveitibrauðsdaga

    Rósa Gunnars (eyjum)

    By Blogger roza g, at 3:45 PM  

  • Takk æðislega fyrir mig og til lukku með frábæran dag.., Mig dreymir enn um lúðukrílið sem ég borðaði í forrétt..ammmminammmminammm.. Þetta var það besta sem ég hef smakkað.... Þið voruð yndisleg, veislan frábærlega skemmtileg, athöfnin bjútífúl og krakkarnir ykkar fyndin krútt... Elsku Siggi og Berglind til lukku með þetta allt saman... kv. ragnajenny....

    By Anonymous Anonymous, at 4:20 PM  

Post a Comment

<< Home