What a Wonderful world

Thursday, August 04, 2005

Summer Time



Ég skrapp í grasagarðinn í hádeginu og rakst á haltan fíkniefnaneytanda sem var að gera listir sínar á hjóli. Það lá við stórslysi, en passlega mjúkur fljótsprottinn blátopps runni dempaði fallið og hann slapp með skrámur. Fólk reyndi að glenna andlitið upp í sólina sem eins og vanalega hélt að sér örmum sínum yfir Reykjavík og sparaði sig fyrir veturinn á Miami. Léttklædd hjón á bifhjóli nýbúin að renna uppúr Norrænu þar sem var 25 stiga hiti og humid þegar þau keyrðu um borð voru ekki búin að fatta kuldakastið eða búin að láta græða á sig auka húðsamfesting til að blekkja okkur hin sem höfum ekki farið úr Millet úlpunni síðan hún kom til landsins í Miklagarð 1986 (sjáið myndina að neðan... barnið er klemmt á milli til að halda á því hita). Ég setti upp sólgleraugun þegar “hot bod” fótboltatöffari labbaði framhjá (eins og honum sé ekki skít sama), stóð upp með grasgrænku á rassinum og strá á milli tannana,
þó veðrið fíli ekki okkur verðum við að fíla veðrið, það er ekkert annað að gera í stöðunni.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home