Litla barnið hennar Hildar systir
...sendi okkur þessa mynd af sér til að láta vita að því líður bara mjög vel í móðurkviði, okkur öllum til mikillar ánægju. Ég læt hérna fallegasta textann hans Stebba Hilmars fylgja með, ég fæ alltaf gæsahúð þegar ég heyri þetta lag og jafnvel lítið tár. Hildur Vala syngur það á nýja disknum sínum mjög vel.
Ljós í myrkri, langt og mjótt
markar upphafið hjá þér.
Allt í einu ertu komin
inn í heiminn, lítill dofinn,
dregur andann hið fyrsta sinn.
Þú ert vorið, vindur hlýr
vekur hjá mér nýja kennd.
Og ég græt í gleði minni.
þú gefur mér með návist þinni
svo miklu meira en trúði ég.
Líf.
Ljómi þinn er skýnandi skær.
Líf.
Augu þín svo saklaus og tær.
Fegurra en nokkuð annað.
Áhrifin ótvíræð;
ég svíf því ég á þetta líf.
Óskadraumur – ásýnd þín.
Ekkert jafnast á við það.
Þó mig þúsund drauma dreymi,
þessa stund ég alltaf geymi
í mínu minni ókomin ár.
Líf....
8 Comments:
Æ en gaman, hvað er hún komin langt?? kv Heiða
By Anonymous, at 5:05 AM
Æðislegt :) til hamingju Hildur og maður og allir hinir líka :)
kv Ágústa Dröfn
By Anonymous, at 6:38 AM
Hæ...
kvedja frá Danaveldi...
vildi bara thakka systur minni fyrir thennan flotta teksta. Á einmitt mjøg gott vid á degi sem thessum...
TAKK ALLIR SAMANN!
Love Hildur
By Anonymous, at 7:26 AM
hildur elskan orðin soldið dönsk.. "á gott við" .. hehe..
By Bella Blogg, at 8:37 AM
Hæ Berglind. Það var gaman að sjá að allt gengur vel hjá Hildi. Skilaðu kveðju til hennar frá okkur. Kv. Magnús og Guðrún
By Anonymous, at 1:55 PM
En gaman! Hamingjuóskir frá mér og mínum :) Kv. Elísabet
By Anonymous, at 1:20 AM
Til hamingju með systur þína. Kv. Ingunn
By Anonymous, at 4:08 AM
Váá.....en yndislegar fréttir. Til hamingju elsku Hildur.
Bekka
By Anonymous, at 6:53 AM
Post a Comment
<< Home