What a Wonderful world

Monday, August 15, 2005

Kirkjusögur


jæja ég er aldeilis búin að fara í kirkjur í ár; fermingu, brúðkaup, jarðarför, skírn,,, bara name it. Það hefur töluvert breyst svona frá því sem áður var, prestarnir orðnir svo afslappaðir. Úrslit íþróttaleikja látin flakka og maður skilur öll orðin (eða allvega flest) sem eru notuð. Í gær fórum við í fallega skírn hjá lítilli frænku Sigga sem var í messu. Ég gat ekki séð marga mæta svona fyrir utan þá sem voru sérstaklega komnir til þess að sjá barnið taka skírn, nema nokkur gamalmenni sem líklega voru að klára einhversskonar samninga við almættið áður en hið óumflýgjanlega ferðalag bankaði uppá. Ég velti því fyrir mér.......... hversu vel ætli sé mætt í kirkjur landsins svona fyrir utan þegar eitthvað sérstakt stendur til? og hver þarf að þurka af öllu þessu glingri, ljósakrónum og myndum? Allavega...... Börnin mín voru fljót að fara á kreik í kirkjunni, sáu enga ástæðu til að sitja á rassinum eins og þeim var ætlað og voru fljót að sjá það út að enginn ætlaði að taka á sig þá athyggli sem fælist í því að sækja þau út á gólf, þau settust bara hjá barninu sem átti að skíra og foreldrum eins og hluti af þeirra fjölskyldu og brostu til mín,..... þarna voru þau aðalatriðið, fremst í fókus.. Ég reyndi að gefa merki um að þau ættu að koma, setti upp svipi og gretti mig til merkis um hvað þau ættu að gera án þess að gamli maðurinn við hliðina á mér yrði hræddur við mig eða haldið mig heltekna illum öndum enn börnin bara gáfu mér glott og þóttust ekkert skilja hvað ég væri að benda. Presturinn virtist bara hress með þetta svo ég sat bara eins og steinn og lét sem ég þekkti ekki þessi brjáluðu börn. Eftir 45 mín. messu, nákvæmlega á þeim tíma sem grafarþögn var í kirkjunni geyspaði sonur minn svona líka hátt með öllum leikrænum tilburðum sem sjást bara í ofleiknum leikritum og féll svo á bekkinn til að leggja sig,, þá hélt ég að mér væri lokið.. enn hann virtist vera ágætis skemmtiatriði fyrir aðra kirkjugesti svo ég lét ekki verða að því að æða inní kór og ná í piltinn. Foreldrarnir sem voru að skíra höfðu líka gaman að svo þetta var ekki svo slæmt .....ja....fyrr en börnin mín fóru seinna að berjast um sætið við hliðiná barninu sem var verið að skíra enn þá var messan búin og ekkert varð að slagsmálum sem betur fer.
Þegar Unnur systir fermdist var altarisgangan kvöldið eftir ferminguna. Mín fjölskylda er kölluð upp að altarinu og þegar allir krjúpa prumpar systirin svona vel. Unnur, Jóhanna (frænka sem líka var að fermast og var við hliðina á henni) og mamma flissa að þessari óvæntu uppákomu. Þegar fjölskyldan hefur sest aftur á bekkinn segir presturinn yfir alla að þessa stund eigi að taka alvarlega og fjölskyldan svona hálf skömmuð. Mamma varð hálf móðguð yfir þessu og skömmu seinna þegar hún hitti prestinn ræddi hún þetta við hann og endaði samtalið með að segja “það hefur nú aldrei talist synd að leysa vind?”
(p.s fekk leyfi hjá Unni til að prenta þessa sögu)

0 Comments:

Post a Comment

<< Home