What a Wonderful world

Thursday, August 11, 2005

Venjulegur dagur


Þriðjudagurinn byrjaði óhugnalega venjulega eikkað... ég fékk smá sturl-kast meðan ég var að tannbursta mig, og hugsaði um það ef ég færi nú í síðkjól og kanínupels í vinnuna bara svona til að brjóta normalið (lét sem betur fer samt ekki verða að því..sennilega verið rekin)..... enn það kom svo á daginn að þessi dagur varð ekkert svo venjulegur. Clara mín var að leika sér með flaggstöngina af hjólinu sínu, datt einhvernvegin framfyrir sig og stöngin fór ofaní kok....já ekki gott....... litla greyjið mitt grét að sjálfsögðu .. ég skoðaði hana og gat ekki séð að þetta hafi verð stórslys , sá ekkert sár og hún sofnaði í fanginu á mér. Ég hélt að hún mundi bara jafna sig á þessu (það gerast mörg smávægileg slys af öllum gerðum hjá okkur, eins og gengur og gerist með tvö orkumikil börn). Seinna um kvöldið var hún þó alltaf að vakna svo á endanum varð ég þess fullviss að kíkja yrði með hana á bráðamóttökuna til að vera viss um að þetta væri í lagi, láta skoða kokið á henni og sjá hvort þar væri að sjá sár. Gilli ofurhetja sem aldrei segir NEI brunaði í Hafnarfjörðinn í annað sinn það kvöldið, var búin að koma til að skoða nýja “slotið” en nú var hann kominn til að vera hjá Sigmari meðan ég bruna með Clöru á vaktina. Í smá stresskasti fer ég af stað um hálf ellefu með litlu dömuna mína í aftursætinu og snarhemla utan við mig á rauðu ljósi við Garðabæ, mér er litið til vinstri og bara meter til hliðar situr enginn annar en the Million dollar Baby... Clint (freeking) Eastwood með fegurðarblettinn og horfir út um gluggann á silfurgráum jeppa, mér brá svo að ég leit undan,, marr.. er náttlega....engin stjörnu stalker, marr missir ekkert andlitið þó einhver Clint Eastwood sé í næsta bíl.... hvaaaa..... ekkert helvítis mál....bara venjulegur dagur.....



...Clara mín var með sár í kokinu en ekkert hægt að gera.. ég ákvað að vera með hana heima í gær, þegar við fórum með Sigmar á leikskólann, vildi hún bíða út í bíl "mamma´.. ég bíð út í bíl.. annars smita ég alla"
...þessi elska...

2 Comments:

  • Sammála því... held að Clintarinn hafi hugsað með sé noj noj noj þarna er "Begga Bóa" og jafnvel fundið smá roða koma í kinnarnar :)

    en fjúff að litla daman meiddi sig ekki meira. Bjössi minn er með risaör í efri gómnum eftir að hafa dottið með rörbút uppi í sér og þannig náð að flá skinnið úr gómnum :-/

    En til hamingju líka með nýja slotið :) Kv. Beta

    By Anonymous Anonymous, at 8:52 AM  

  • Alltaf jafngaman að lesa um "venjulegu" dagana þína Begga mín.Gott að heyra Clara bara sig mannalega og vildi ekki smita alla ;)

    By Blogger Kata, at 5:09 PM  

Post a Comment

<< Home