What a Wonderful world

Friday, August 12, 2005

Stess...ha..?


Shitt, marr... ég er komin með brúðkaups-stress æxli í magann. ÉG hef tvær vikur til þess að verða FOXÝ og það gerast nú engin kraftaverk á hálfum mánuði, allavega ekki samkvæmt THE SWAN eða THE biggest LOOser. Það tekur meira en 14 daga að losa sig við spékoppa af lærum og bingóvöðva sem taka sjálfstæðar ákvarðanir við minnstu hreyfingu. Fitubrennsluhylkin standa ennþá föst í hálsinum á mér síðan í maí, svo ekki er hægt að treysta á að þau geri nein kraftaverk, ég veit ekki hvað málið er með þá framleiðslu ..hvort hugmyndin sé að kæfa feita liðið til dauða eða hvort hugmyndin sé að blokka kokið svo enginn matur nái að komast niður, veit ekki ......allvega minnir þetta frekar á gleraugnahulstur enn einhverskonar töflur sem maður á að troða niður hálsinn á sér, kannski hef ég misskilið þetta og verið að reyna að gleypa rassastíla. Ennn alllavega...þá er stressið að færast yfir svo ef það hefur einhverntímann verið tíminn til að byrja að reykja þá er það einmitt núna, þá getur marr.. refsað einni rettu fyrir svefninn svona svo maður verði ekki eins og hungruð Hýena með bauga á við útgrátinn boxara, ósofin og útúrtauguð með alla þolinmæði í tánöglunum.
Róandi....uuuu.. já takk....

8 Comments:

  • Hvaða hvaða, einn sentímetri til eða frá... held að það geri ekki útslagið um það hvort þetta verði draumadagur eða ekki! Held að þú sért alveg nógu foxy nú þegar - allavegana miðað við Cat Woman myndirnar ;) Nú er bara að hætta þessu stressi og fara að njóta tímans.. þettur verður ÆÐI vittu til :)
    KV. Beta

    By Anonymous Anonymous, at 3:46 AM  

  • Já sammála síðasta ræðumanni. Þú verður að njóta augnabliksins og ekki að vera velta þér yfir einhverjum bingóvöðva sem enginn tekur eftir nema þú. Hættu að taka þessar brennslutöflur og taktu frekar eina afslappandi.
    Kv. Ingunn

    By Anonymous Anonymous, at 4:24 AM  

  • rolegan aesing. engar brennslutoflur sem virka eins og amfetamin og slakadu a kaffidrykkjunni. biddu svo alla um ad tala helmingi haegar vid thig en their eru vanir og hlustadu a geisladisk med hvalahljodum a kvoldin. leggdu svo a minnid hvad nigella lawson er mikid krutt medan thu hamar samviskulaust i thig dokku sukkuladi sem gerir thig enn hamingjusamari.
    eg held thu eigir aedislega finan brudkaupsdag i vaendum.

    By Blogger -(..)-, at 8:06 AM  

  • Takk fyrir "backuppið" mínir kæru vinir....
    finnst ykkur ekki kisan samt sæt...hehe

    By Blogger Bella Blogg, at 8:58 AM  

  • Guð Berglind, vertu ekki að stressa þig á einhverri fitubrennslu... Þú ert nú þegar algjör FOXY LADY. Þessi dagur verður alveg ótrúlega skemmtilegur en það fylgir honum að sjálfsögðu svolítið mikið stress, það er bara eðlilegt. Svo þegar dagurinn rennur upp þá verðurðu alveg í gúddí. Búin að láta mála þig, greiða og orðin bara flottust þá hverfur allt stress. Þangað til að því kemur að labba inn þetta blessaða kirkjugólf þar sem allir horfa á mann, ÚFFFF... það er allt í móðu í minningunni... en samt ótrúlega skemtilegt. Allir sem manni þykir vænst um brosandi út að eyrum staðráðnir í að gera allt sem þeir geta til að gera þennan dag ógleymanlegan fyrir brúðhjónin. :)

    Berglind+Siggi+Berglind=Ást (hí hí)

    By Anonymous Anonymous, at 5:22 AM  

  • Sammála öllum hinum, Berglind þú ert gullfalleg og verður algjör prinsessa á brúðkaupsdaginn ykkar!
    Njóttu bara undirbúningsins og þá sérstaklega "The big day". Það verður einn af yndislegustu dögunum í ykkar lífi :-D
    Gangi ykkur vel á lokasprettinum,
    kveðja frá Aarhus,
    Dóra Hanna og strákarnir

    By Anonymous Anonymous, at 5:59 AM  

  • Það eru ekki þessi helv... kíló sem að skipta máli, það er útgeislunin. Og ég veit að þú hefur nóg af henni og lítið af aukakílóum. þú verður stórglæsileg á stóra daginn. Passaðu þig nú á að stressa þig ekki of mikið þannig að þú verðir dauðþreytt í brúðkaupinu.
    Gangi þér vel í undirbúning
    kv Heiða

    By Anonymous Anonymous, at 7:42 AM  

  • jiiii hvað það er yndislegt fólk sem les þetta blogg...

    By Blogger Bella Blogg, at 8:22 AM  

Post a Comment

<< Home