Nýr leikmaður til liðs við ÍBV
Nýr leikmaður hefur verið keyptur í raðir eyjamanna. Þessi frábæri miðvallarleikmaður kemur frá Bugarest, stórliðinu Hair United. Kappinn er sagður hafa snerpu Ronaldo og styrkur hans minnir á einn besta leikmann sem eyjarnar hafa alið Hlyn Stefáns (Heimakletturinn). Eyjamenn þurfa án efa á þessum liðsstyrk að halda og það verður gaman að fylgjast með þessum frábæra leikmanni á vellinum.
4 Comments:
Í.B.V veitir ekki af liðstyrknum!!!:) kv.ragnajenny p.s hvernig ganga framkvæmdirnar á Daggarvöllunum???
By Anonymous, at 6:25 AM
Það er verið að setja upp eldhúsinnréttinguna as we speak.. bað er orðið flísalagt í hólf og gólf og innrétting komin, fataskápar komnir upp. Þegar eldhúsinnréttingin er komin upp verða flísar á eldhús lagðar, en of mikill raki er enn í íbúðinni til þess að hægt sé að leggja parket... svo við erum að tala um innflutningspartý eftir mánuð held ég ekki fyrr. Hvernig gengur hjá ykkur?
By Bella Blogg, at 8:09 AM
cool... Þannig að það er bara allt að gerast og kominn tími á að maður droppi aftur inn..:) Heyrðu það er bara allt reddí hjá okkur.. Bara eftir að þrífa.. Og selja gömlu íbúðina (sjitturinn sjóðandi)...Við stefnum á að flytja í byrjun júlí... Lóðin er líka orðin ferlega cool.. Búið að tyrfa allt, planta trjám og koma fyrir leiktækjum... Ég er að tryllast mig langar svoooo að flytja..:) svo er nauðsynlegt að halda götugrill fljótlega þar sem stuðboltinn Jónsi á heima beint á móti okkur..(hehehehehe)......Siggi kokkar!!!! kv.ragnajenny
By Anonymous, at 8:56 AM
já hehe.. við ættum kannski að kynna peyjana fyrir stráknum hans Jónsa og kíkja í kleinur..
By Bella Blogg, at 2:11 AM
Post a Comment
<< Home