What a Wonderful world

Thursday, June 23, 2005

Minni.. hvað er það aftur ?

Ég veit ekki hvort ég er komin með hrörnunarsjúkdóm, sé með heilagúlp sem þrýstir á minnissvæðið eða hvort þetta er eitthvað sem versnar með aldrinum en ég er farin að gleyma ótrúlegustu hlutum. Stend sjálfa mig í því að segja sama fólkinu sömu sögurnar og þeir kurteisu hlusta á sama pakkann og taka undir með því að kinka kolli, hinir benda mér á það á snyrtilegan máta “já einmitt sagðir mér það um daginn einmitt ..ha” eða eins og Siggi “Berglind í þriðja skiptið JÁ ..við skulum hafa höldurnar silfurlitaðar, I get it”´
Ég gleymdi eða týndi veskinu mínu fjórum sinnum yfir eina helgi í Eyjum, ég held mánaðarlega gleraugnapartý þegar þau koma undan sófanum eða hafa lagt sig í hanskahólfinu í nokkrar vikur án þess að ég muni það og sæki um nýtt kreditkort af gömlum vana á þriggja mánaða fresti, passlega rétt áður en það finnst í þurrkaranum eða brotið í rassvasanum á þröngu gallabuxunum mínum. Ég hef látið smíða fleiri hús- og bíllykla en margar fjölskyldur samanlagt og er orðin snillingur að skrúfa úr glugga til að ná í lyklana sem ég læsti inni. Ökuskýrteinið hefur ekki sést í mörg ár og samt var það af gömlu gerðinni eins og bleikt stórt plakat. Ef þú ferð á skemmtistaði þar sem ég hef verið má örugglega týna upp eftir mig gloss, maskara og aðrar fínar snyrtivörur, ég þarf t.d aldrei að kaupa mér yddara fyrir augn- eða varablýant þar sem mér tekst aldrei að eiga það nógu lengi svo það komi að því að ydda þá. Fjölskyldumeðlimir hafa gert grín að þessu í nokkurn tíma og ég hef nú bara hlegið með enda hefur þetta aldrei haft neinar alvarlegar afleiðingar sem betur fer. Man þó eftir einu tilviki sem þetta kom sér frekar illa þegar við Ingunn vinkona fórum á Bohem, fyrsta og eina strippklúbbinn í þá daga og við vorum örugglega undir aldri. Við komum til að sjá einhvern strákaræfil strippa, sem endaði svo bara á boxer buxum (sem voru eins og stuttbuxur), okkur til mikilla vonbrigða. Við fórum að sjálfsögðu til framkvæmdarstjórans og létum hann heyra það að þetta hafi nú ekki verið stripp, meira væri hægt á sjá í Laugardalslauginni, þar væru nú nokkrir allavega í skýlu. Framkvæmdarstjórinn var miður sín og gaf okkur silki slæður (blómóttar kellingaslæður) ég veit ekki hvar hann fékk þær mjög skrítið allt saman enn þær fengum við í sárabætur og stripparinn stóð þarna vandræðalegur á meðan framkvæmdastjórinn tók út skúffuna með slæðunum (eins og dótaskúffa tannlæknisins). Við fórum auðvitað hlægjandi að þessu öllu saman út og héldum áfram að skemmta okkur með slæðurnar. Daginn eftir hringdi mamma í mig og tilkynnti mér að hringt hafi verið frá strippstaðnum Bóhem og ég gæti sótt veskið mitt eftir hádegi.
Vandræðalegt uuuuuu.... JÁ !!!


Hér er herbergið mitt þar sem ég reyni að hafa allt það sem ég þarf að muna. Málaði vegginn gulann svo miðarnir væru ekki eins áberandi.

5 Comments:

  • Já ég get staðfest að þessi ferð á Bóhem er sönn. Og nota bene þessi strippari var ömurlegur, grindhoraður væskill með táfýlu dauðans. Enginn furða að við urðum fyrir vonbrigðum.
    Kv. Ingunn

    By Anonymous Anonymous, at 4:38 AM  

  • já hehehe, góð minning... í ölli mínu minnisleysi vona ég að ég muni alltaf eftir þessu...

    By Blogger Bella Blogg, at 4:41 AM  

  • öllu (átti þetta að vera)

    By Blogger Bella Blogg, at 4:41 AM  

  • Ha ha aha.. þetta er bara fyndið, ég man líka að þegar við vorum litlar og þér var kannski kalt á höndunum og ég lánaði þér vetlinga þá fékk ég í mesta lagi annan þeirra til baka aftur :) Kv. Þórey

    By Anonymous Anonymous, at 3:15 AM  

  • já einmitt Þórey, ég var alltaf með mismunandi vetlinga og á einmitt líka mjög marga einstæða eyrnalokka , ef þið þekkið einhvern með eitt eyra þá endilega látið viðkomandi hafa samband, eða ef þið þekkið einhentu Önnu gefið henni númerið mitt, hægt að stórgræða á þessu.....

    By Blogger Bella Blogg, at 6:17 AM  

Post a Comment

<< Home