What a Wonderful world

Wednesday, June 08, 2005

Þegar mikið gengur á

Þegar við fluttum af Holtsgötunni gekk mikið á að pakka niður og koma dótinu í geymslur. Svo mikið gekk á að ég fann ekkert af snyrtidótinu mínu, spari jakkann minn eða hvað þá annað. Tannburstar og ullarsokkar lentu í sama kassa og bókasafnið er búið að senda mér margar hótanir þar sem bækurnar sem ég var með í láni lentu einhversstaðar með kryddinu. Nú þegar við fórum að skoða dótið okkar (enn það hefur verið í geymslu á meðan nýja íbúðin er að klárast) mundum við allt í einu eftir því að frændi hanns Sigga frá Paraguay hafði fengið að gista hjá okkur nóttina fyrir flutning. Hann kom bara ótrúlega vel undan vetri verð ég að segja, búin að leggja sig í hálft ár.

5 Comments:

  • hehehehehehehe.....ragnajenny

    By Anonymous Anonymous, at 4:59 AM  

  • hahahahahaahah ég dó úr hlátri hérna í vinnunni og lá á innsoginu
    sjáumst um helgina :) kv Ágústa

    By Anonymous Anonymous, at 5:24 AM  

  • Whahahahahahahaha :) :) :) Beta

    By Anonymous Anonymous, at 6:31 AM  

  • Sá kjellinn í telíinu í morgun! Hann tók sig bara vel út svona í morgunsárið c",) Sigþóra

    By Anonymous Anonymous, at 1:52 AM  

  • já var þakki, heyrði bara í honum í útvarpinu á leið í vinnu, en vitandi það hvað hann er laglegur hefur þetta örugglega komið vel út ;)

    By Blogger Bella Blogg, at 2:32 AM  

Post a Comment

<< Home