What a Wonderful world

Monday, June 13, 2005

UNDIRBÚNINGUR

Undirbúningur ýmiskonar er í fullum gangi. Velja, kaupa, panta, sækja, flísar, fúa, eyrnalokka og perlauskraut, listar og ljós. Það fer ekkert sérstaklega vel saman að vera að standsetja íbúð og undirbúa brúðkaup. Ég mætti of seint í vinnu á föstudaginn af því ég var að velja slökkvara í íbúðina, já það þarf víst að velja þá líka. Það endar sennilega með því að maður labbar inn kirkjugólfið með slökkvara í hárinu og eyrnalokka sem dyrabjöllu heima. Þvílík bilun.... Eiginmaðurinn tilvonandi að missa sig yfir eldhúsinu, tveir bakaraofnar (algjörlega nauðsynlegt fyrir t.d barnaafmæli), gasleiðslur í gólfinu, kvörn í vaskinum til að hakka alla matarafgangana (við erum auðvitað með 12 börn og 8 hunda) og straumbreytir í veggnum svo frú Kitchen aid frá Ameríku fái stuð. Það verður nú að vera hægt að hræra í nokkrar tertur þegar Jónsi og Rósa nágranarnir mínir kíkja við í kaffi og við dáumst saman að Kjarval málverkinu (útsýni okkar yfir hraunið) af “the Royal balcony” 24 fermetra svölunum mínum. Já þetta hljómar allt mjög dásamlega, ég er meira að segja farin að sjá mig fyrir mér veifa börnunum út um eldhúsgluggann þegar þau ganga í skólann eins og Martha Stewart með viskustykkið á öxlinni og rjúkandi eplapie á gluggakistunni. Get bara ekki beðið...........................

Siggi var að sækja bjórinn fyrir brúðkaupið og nýja parketið þegar bambi hljóp fyrir bílinn. Það er svo villt dýralífið þarna á Völlunum að það á sér engin takmörk.

3 Comments:

  • ehehehe.. róa sig í stressinu...:) Þetta hefst allt saman.. Stranglega bannað að fara svona með guðaveigarnar...ussususs.....kv.ragnajenny

    By Anonymous Anonymous, at 6:09 AM  

  • þvílík sóun á góðum bjór.... sé Sigga alveg í anda samt að reyna að bjarga þessum veigum og sleikja götuna

    By Anonymous Anonymous, at 8:16 AM  

  • já Olga mín, þetta er nýja Hollywood....

    By Blogger Bella Blogg, at 2:09 AM  

Post a Comment

<< Home