What a Wonderful world

Monday, June 06, 2005

ER of mikið að gera hjá þér?

Ég fór um helgina að heimsækja gamla frænku mína á heimili fyrir aldraða sem hefur varið starfrækt í mörg ár í Reykjavík. Úti var yndislegt veður sól og blíða og við mamma vorum í sólskinsskapi er við stigum þarna inn. Ég fann þó strax fyrir óþægindum innra með mér við að koma þarna inn. Vegna þess að þarna er fullt af gleymdu gömlu fólki sem fær engar heimsóknir vegna þess að afkomendurnir eru allir of uppteknir af sinni skipulögðu dagskrá, allir að sinna sínum eigin rassi. Á meðan situr þetta fólk sem áður barðist fyrir mat og skjóli fyrir börn sín og barnabörn eitt og yfirgefið og bíður ef tir því að tíminn renni út. Þau eiga sér lítið sem ekkert einkalíf, þau eru háð ókunnugu fólki, starfsfólki sem er undirmannað, lítið sem ekkert menntað og illa launað. Þetta gamla fólk situr í sama stólnum tímunum saman og margir hafa ekki einu sinni heilsu til að skipta um stellingu eða snúa sér svo þeim líði ekki illa. Í þessu yndislega veðri sátu 400 gamalmenni innandyra í loftlausum herbergiskompum þar sem ekki er nógu margt starfsfólk til þess að aðstoða gamla fólkið út í ferskt loft. 102 ára gömul kona sat í hjólastól og ruggaði sér með dúkku í fanginu. Önnur sönglaði uppáhalds lagið sitt aftur og aftur og fatlaður maður náði að umla nógu hátt þegar starfsmaður labbaði framhjá svo hann fékk aðstoð við að breyta um stellingu.
Mér finnst ömurlegt hvað fólk í dag gefur sig út fyrir að vera upptekið að það hafi ekki tíma til þess að líta við hjá sínum gömlu ættingjum. Mér finnst ömurlegt að við sem ein ríkasta þjóð heims getum ekki sinnt gamla fólkinu betur og séð til þess að það hafi betri aðstöðu og fleira starfsfólk til þess að sinna þeirra þörfum andlegum sem og líkamlegum.

Ég hvet þig að kíkja við hjá gömlum ættingja, ég lofa því að viðkomandi verður ánægður að sjá þig.
Ef þú hefur engann að heimsækja er Rauði krossinn með heimsóknarþjónustu til aldraða og ávallt í leit að fleiri sjálfboðaliðum (redcross.is)


.

6 Comments:

  • heyr! heyr!... ég var að vinna á Hrafnistu í Hafnarfirði og það var ein sú allra ömulegasta vinna sem ég hef unnið. Við vorum alltaf undirmannaðar, enginn tími gafst til að gefa sig af fólkinu, maður rétt náði að klæða fólkið í og rúlla því í mat.. Enginn tími fyrir samræður eða neitt.. Það er til háborinnar skammar hvernig ástandið er á elliheimilunum. Þó maður sem starfsmaður sé allur af vilja gerður þá er lítið sem einn einstaklingur getur fært fram þegar hann þarf að klæða 15 gamalmenni á einum og hálfum tíma... kv.ragnajenny

    By Anonymous Anonymous, at 5:28 AM  

  • Æji ég fæ hreinlega sting í hjartað að lesa þetta. Mér finnst framkoma í garð aldraðra oft til háborinnar skammar. Ég er sammála þér að þetta fólk á miklu meira skilið af okkur og ég skil ekki hvernig er hægt að "gleyma" ömmu sinni og afa. Mér finnst algjör synd að fólk hugsi ekki betur um að rækta við þau tengslin.
    Ég var MJÖG náin ömmu minni og afa og tel það eina mestu gæfu í lífi mínu. Allt sem ég lærði af þeim, þessi skilyrðislausa ást og umhyggja sem ég fann og fyrst og síðast þessi einstaka vinátta sem ég átti í þeim - algjörlega ómetanlegt!
    Virkilega góður og þarfur pistill hjá þér Berglind og ég gæti hreinlega ekki verið meira sammála þér. Kv. Beta

    By Anonymous Anonymous, at 1:44 AM  

  • Svo má ekki gleyma góðum hjúkrunarheimilum eins og Sóltún. Þar sem herbergin eru stór og þægileg, og nota bene öll með sér baðherbergi. Þar eru fundnar tómstundir handa öllum. Farið í styttri eða lengri ferðir, sama þótt viðkomandi sé í hjólastól. Þar eru skemmtanir, sungið og djammað. Ég ætla panta pláss fyrir mig þar :) Viljið þið ekki koma með mér þangað?
    Kv. Ingunn

    By Anonymous Anonymous, at 4:13 AM  

  • jú Ingunn, er hægt að taka frá núna og skrá sig í tómstundir?

    By Blogger Bella Blogg, at 7:06 AM  

  • spurning hvort hægt sé að hafa svona jóga fyrir aldraða eins og í grínmyndinni "Meet the Fockers"..

    By Blogger Bella Blogg, at 7:12 AM  

  • ok unnur mín, við skulum samt vona að það sé ekkert of stutt í þetta

    By Blogger Bella Blogg, at 4:22 AM  

Post a Comment

<< Home