What a Wonderful world

Monday, January 03, 2005

Ísykurlegi

Jæja, þá er búið að éta á sig gat og afraksturinn er meðganga á 5. mánuð, buxurnar orðnar þröngar svo um munar að meltingin nær ekki einu sinni að skjóta konfektinu áfram. Inneflin hafa legið í sykurlegi og saltbjúg yfir þessa daga, þannig að manni verður óglatt við að borða holla fæðu sem mandarínur eða skyr. Maginn skilur ekkert í því að nú eigi að stoppa og öskrar eins og blómið í litlu hryllingsbúðinni eftir meira ógeði.."gemmmmmér" og maður hugsar "þarf það að vera koktelsósa" í staðin fyrir hina frægu setningu (þarf það að vera mannablóð). Það er allt að verða vitlaust og maður afsakar sig..."einn hamborgari bara svona til að binda enda á þetta".."bara eitt konfekt svona í lokin"...reyna að trappa sig niður eins og fíkill. Svo í dag ráðast á mann heilsublöðin og fyrirsagnir um betra líf, líkamsræktarstöðvar með tilboð og nýjar stundatöflur, akkurat þegar maður er í algjörri "andlegri líkamsræktarlægð" og ekki bætir það að vera í algjörri andlegri "peningalegri lægð" eftir allt bruðlið, til að bæta ástandið er svo þvílíka ROK-lægðin svo maður komst varla út úr húsi...jeddúdda þetta er lægðin sem Hermundur Rósinkrans spámaður spáði fyrir um..
Ég verð að lyfta mér upp, this is not going anywhere..
Bella blogg

1 Comments:

  • Gleðilegt nýtt ár Ragna Jenný og Heiða, vá hvað er langt síðan ég hef séð þig Heiða mín , hvað er að frétta af þér?

    By Blogger Bella Blogg, at 2:24 AM  

Post a Comment

<< Home