What a Wonderful world

Friday, January 14, 2005

GASKLEFINN

Úff ég verð a segja ykkur frá nýjustu lífsreynslunni..já já..mín er að fara á árshátíð á morgun svo mín skellti´sér í skyndi-brúnku. Ég fór í svokallaðann brúnkuklefa, og ég hélt ég mundi fá innilokunnar-fobiu, mér leið eins og í gasklefa nasistanna, með hendurnar upp í loft eins og uppgefin fangi og gat ekki andað fyrir brúnku-gufum, ég gat ekki haldið í mér andanum allann tímann sem gufurnar sprautuðust út svo ég er sennilega brún á líffærunum líka. Ég var skít-hrædd um að ég liti út eins og moldvarpa þegar ég leit í spegil en svo var ekki bara frekar lítið brún, eftir allar pyndingarnar.
Ég er staðráðin í því að láta daginn á morgunn vera bara dekur fyrir mig, við ætlum að gista á Nordica svo maður getur bara fundið sig til í hótelslopp, með rauðvínsglas, ekkert vesen, enginn börn að öskra á mann þegar maður er að varalita sig..."skeina mig!!!" eða eitthvað álíka... Það eru svo mikil forréttindi að fá að hugsa bara um sjálfan sig svona einu sinni á ári eða svo :)
Maður hefur svo mikið að gefa líka á eftir !
Berglind

3 Comments:

  • Jæja hvernig skemmtir þú þér svo í lúxusinum, íklædd slopp, kaffibrún og óskeinandi....;)

    By Anonymous Anonymous, at 2:04 PM  

  • Bara ljómandi vel takk fyrir, Siggi var eitthvað svo þreyttur búinn að vera með flensu að hann vildi fara upp nokkuð snemma,ég fór með honum upp og fékk mér einn bjór úr mini barnum, hann sofnaði og ég fór svo aftur í fjörið, skreið svo upp í klukkan fjögur. Klukkan 7 komu svo nokkrir vinir sem ennþá höfðu ekki farið að sofa, þá spratt Siggi á lappir og reitti af sér brandarana, frekar mikið fyndinn. Þá var pantaður HUGE breakfast; egg og beikon, nýtt braut appelsínusafi, kaffi og alles, hlegið ógeðslega mikið, svo fóru gestirnir klukkan 9 og þá lögðum við okkur til 12, BARA ÓGEÐSLEGA GAMAN

    By Blogger Bella Blogg, at 2:30 AM  

  • he he Olga , alltaf jafn fyndin :)

    By Blogger Bella Blogg, at 1:48 AM  

Post a Comment

<< Home