What a Wonderful world

Thursday, January 27, 2005

TELEVISION

sæl um hæl
Ég er farin að liggja yfir sjónvarpinu eins og mér sé borgað fyrir það. Handboltinn í gær var mjög sérstakt sjónvarpsefni vægast sagt. Leikurinn var gegn Kúveit sem er bara eitthvað land og keppt var í íþróttahúsi í Tunisia í Afríku þar sem svo kalt var inni að húsið hefur fengið viðurnefnið "frystikistan". Fólk var að horfa á leikinn í skíðagöllum og hélt á sér hita með því að klappa. Þarna voru íþróttamenn á heimsklassa á stuttbuxum í 4°c hita, sem er auðvitað brjálæði þar sem mikil hætta er á meiðslum osfrv. Það sem stóð þó uppúr var hversu hörmulegt þetta lið var sem við vorum að keppa við, ég get svarið fyrir það að ég hélt að fótboltakappinn frægi MARADONNA væri kominn á línuna, maðurinn var sennilega aðeins hærri en hann en ístruna vantaði ekki. Ég er allvega viss um að hann hafi verið á "kóki" eins og MARADONNA þar sem hann tók þvílíkar baksveiflurnar og framsnúningana að ég var viss um að honum tækist að snúa sjálfum sér úr hálslið áður en leikurinn væri úti. Þvílíkur leikari (sem er reyndar nauðsynlegt upp að vissu marki, hér talar línumaður með reynslu) en honum tókst að láta dómarana trúa því að hann væri fórnarlamb og aumkaði sér eins og stunginn grís allann tímann, hann var með það þykkt selspik að hann gat ekki með nokkru fundið fyrir því að haldið væri um hann. Dómararnir voru ferlegir, sennilega var þetta fyrsti leikurinn þeirra án þess að vera á malarvelli. en ég einmitt fór á mína fyrstu handboltaæfingu í Ástralíu á malarvelli, skoppandi á steinum og rykið varð til þess að ekkert grip var á boltanum. Þessar þjóðir eiga bara að keppa í strandablaki og taka þessa dómarakjána með sér. Strákarnir "okkar" voru ágætir, erfitt að peppa sig upp fyrir svona sirkus, en þeir virkuðu soldið kærulausir. Það er alltaf hægt að gagnrýna og í raun fer þetta í hring:
"Menn taka þetta ekki nógu alvarlega"
´Þá verða menn ekki einbeittir
Ef menn verða mjög einbeittir
Þá vantar leikgleðina
Ef þeir sýna leikgleði
Eru þeir of öruggir með sig
Ef þeir eru of öruggir með sig eru
þeir of kærulausir
og þá taka menn þetta ekki nógu alvarlega
heill hringur...........
Svo horfði ég líka Bachelorette, Meredith eða hvað hún heitir valdi IAN sem gerði ekki annað en að strjúka henni um hárið, ef hún verður með honum áfram verður hún sköllótt fyrir áramót, ég yrði brjáluð á að láta strjúka mér svona um hárið, hann var ekki að gera sig fannst mér, enda hef ég hann sigga minn, en þar sem maður lifir sig inní þetta þá varð ég ferlega svekkt yfir þessu að hún skildi ekki velja MATT sem var ferlega góður...enn this is TELEVISION setur mann í tilfinningasveiflur sem maður nennir ekki að sækja í á venjulegan máta af því þá þarf maður að fara upp úr sófanum, ferlegt
Bella blogg

10 Comments:

  • heheheheehehe þú ert snillingur... Pistlarnir þínir koma mér alltaf í gott skap... Vonum að Meredith haldi hárinu...LOL.............

    By Anonymous Anonymous, at 2:41 AM  

  • Hey hver ertu my anonymous vinur?

    By Blogger Bella Blogg, at 4:39 AM  

  • Hehe Olga sammála, Matt var bara of góður fyrir hana, hún alltaf sveiflandi nasavængjunum. Hvernig Matt brást við fékk mig til að bráðna, þú veist maðurinn klikkar ekki, hann mætti þó sleppa "lambinu" þarna fyrir ofan ennið, bara raka sig eins og hermann ...ekki ekki hermann gunnarsson heldur "army"..þú skilur

    By Blogger Bella Blogg, at 4:43 AM  

  • hehe gamalli rauðvín, eða bara gömlu dekki...hehe við erum svo ótrúlega fyndnar, en ég meinti nú ekki að hafa Matt sköllóttann, heldur bara svona ekki endilega með Jackson lokk þú skilur.
    Ég held að Matt láti ekki hafa sig útí meira rugl, hann mundi ekki vera að sleikja 20 gellur,
    "he is more man than that",,,
    he he.. rann úr leðursófanum, ég sé þig fyrir mér Olga..hehehehehehe

    By Blogger Bella Blogg, at 5:56 AM  

  • Anonymous er bara ég ragnajenny...gleymi alltaf að skrifa undir........enginn leyndur (karlkyns)aðdáandi. heehheheh

    By Anonymous Anonymous, at 6:23 AM  

  • Djöfullinn...
    Nei grín!! gaman að "heyra" frá þér Ragna :)

    By Blogger Bella Blogg, at 12:54 AM  

  • og allt þetta "baby" tal í honum!!!! Hvað var nú það? Held að hún verði pottþétt sköllótt baby ef þetta samband verður langlíft :) Kv. Beta

    By Anonymous Anonymous, at 1:38 AM  

  • Hún hefur verið orðin leið á honum eftir viku...

    By Blogger Bella Blogg, at 2:40 AM  

  • Ian hefur bara verið betri í rúminu..........kv.ragnajenny

    By Anonymous Anonymous, at 3:07 AM  

  • Ég er sammála Rögnu, held að hún hafi fyrst og fremst séð Matt sem hinn fullkomna mann en verið meira gröð í Ian!!! Hún talaði í það minnsta mikið um hvað hún laðaðist að honum líkamlega! Er þetta ekki týpískt með svo margar af okkur kynsystrunum að við föllum ekki fyrir góðu gæjunum? Muna ekki allar eftir gigalóunum sem fóru illa með allar stelpur þegar við vorum unglingar en samt féllu stelpurnar fyrir þeim í umvörpum og allar héldu að hann myndi sko breytast þegar hann væri með þeim. Smá pæling..... kv. Beta

    By Anonymous Anonymous, at 7:12 AM  

Post a Comment

<< Home