What a Wonderful world

Monday, January 24, 2005

"strákarnir mínir í boltanum"

Shittttt, ég var búin að skrifa einhverja ræðu hérna sem hvarf svo bara, internetið er ótrúlegt apparat..damm,..enn
Mér leið´eins og upptrekkt mamma að senda son sinn í heimavistarskóla í fyrsta sinn í gærmorgun, Siggi var að fara til Frakklands. Hann var búinn að vera að sinna einhverjum frægum sjónvarpskokki til þrjú um nóttina, borða með honum pylsu á Bæjarins bestu fyrir Discovery Channel, kenna Tony að drekka íslenskt brennivín osfrv. Hann var því nokkuð þreyttur og þunnur þegar komið var að sækja hann klukkan hálf sjö, stóð eins og flagg í vindi (vindinum sem kom af mér hlaupandi til að ná í þetta og hitt), passinn, peningur, raksápa, nærbuxur og what ever sem þarf í ferðalag. Svo var allt tilbúið og honum ýtt fram fyrir dyrnar, GÓÐA FERÐ !!!
Ég lét mér nægja að horfa á "strákana mína" í handboltanum snúa skíttapi í jafntefli og hina strákana mína hafði ég horft á á laugardaginn, "strákana mína" í Chelsea. Ég verð að segja það að fyrir mér jafnast fátt á við það að koma sér vel fyrir í sófanum og horfa á góðann bolta...
B.S

5 Comments:

  • hehe Grey Siggi!! Sé hann fyrir mér blakta eins og lauf í vindi í forstofunni...:) Sammála með boltann.. Það er ósköp ljúft að sitja fyrir framan imbann, horfa á góðan leika og muna í leiðinni að eitt sinn gat maður eitthvað smá í íþróttum líka..(fyrir 100 árum að manni finnst)... Hey! Manstu þegar við vorum að keppa í Sandgerði og þú stökkst upp til að skalla boltann en á einhvern ótrúlegan hátt þá bara greipstu boltann glæsilega..hehehehehee gleymi þessu aldrei......:)

    By Anonymous Anonymous, at 2:45 AM  

  • Já ég man eftir þessu atviki, við vorum ansi litlar þá, ég hefði örugglega orðið góður markmaður af þessu að dæma, ósjálfráð viðbrögð. Þarna var barist til síðasta blóðdropa.. eins og Ella K. og Stefí orðuðu það. Góðir tímar :)

    By Blogger Bella Blogg, at 4:19 AM  

  • "onga" kíktu á okkur við tækifæri :)

    By Blogger Bella Blogg, at 4:21 AM  

  • Ji já hvað ég elska svona mót... Geir er þvílíkt öfundaður í vinnunni að eiga konu sem hefur meira gaman af boltanum en hann! Og nennir að tala um hann við hann!!! hehehe Kveðja Sigþóra... p.s. við vorum og erum langbestar í öllum íþróttum, höfum bara ekki tíma í þetta ;o)

    By Anonymous Anonymous, at 4:23 AM  

  • he he já einmitt !
    Enn gaman að "heyra" frá þér Sigþóra !!

    Ég vildi óska þess að Siggi hefði aðeins meiri áhuga, en hann ryksugar þá bara á meðan ég horfi á boltann :)

    By Blogger Bella Blogg, at 1:39 AM  

Post a Comment

<< Home