What a Wonderful world

Tuesday, April 18, 2006

from Vestmannaeyjar....

Ég er semsagt komin úr eyjum, lenti á Völlunum seinnipart í gær og rétt náði að bjarga blómunum mínum sem voru eins og söl í glugganum, gjörsamlega að drepast úr þurrki og leiðindum.
Ég er búin að vera eins og lufsa í eyjum, eins og ég sé búin að búa í einangrun frá tísku í 25 ár. Unnur systir kom að mér þrammandi upp Heiðarvegin í hvítum tréklossum af tengdó, þægindin voru í fyrirrúmi alla páskana og með bólu á kinninni sem setti punktinn yfir I-ið. Ég var bara svo fegin að komast úr borgarspennitreyjunni að ég gat ekki með nokkru móti verið sæmileg til fara hvað þá með blásið hárið. Það var yndislegt að koma til eyja og vera bara í bíl í örfár mín í einu. Börnin vildu ekki snúa aftur, Sigmar var búinn að útbúa leynistað með Gísla frænda sínum í bakvið steypustöðina í einhverju bátadrasli og Clara elskaði að heimsækja frænkur sínar allar og ræða málin við ömmu sína fyrir svefninn. Svo á ég svo margar vinkonur, góða foreldra, tengdaforeldra, systur, svilkonur, frænkur, frændur............................................................................

1 Comments:

  • Ég skil þig ótrúlega vel, það er svo gott að komast úr streitunni í höfuðborginni í rólegheitin á paradísareyjunni. Það er líka eins með Þórdísi Perlu og þín börn, hún er aldrei tilbúin að fara aftur heim, enda spyr hún reglulega hvenær við ætlum að flytja út í Eyjar.
    Kv. Kristín Inga

    By Anonymous Anonymous, at 6:41 AM  

Post a Comment

<< Home