What a Wonderful world

Friday, April 21, 2006

Gleðilegt sumar !!!

Sumarið er komið..... Íslenskt sumar.....
Eftir að hafa búið á sólarströnd í tvö ár höfum við hjónin ekkert verið að æsast í að kaupa okkur miða á sólarströnd og síðustu tvö sumur látið okkur nægja Los Akureyri og tekið Vestmanneyjar í stað Kanaríeyjar.
En nú erum við sjúk í að komast í sól og getum ekki beðið eftir að komast í heitara loftslag.
Maður verður þreyttur á að berjast um í sólbaði með bláar varir eða í dúnúlpu. Eða geta ekki haldið uppi samræðum í grillpartýi vegna þess að allur hópurinn er að berjast við að halda borðdúknum á borðinu, plast diskarnir fljúga í fangið á manni og það eina sem er við rétt hitastig er hvítvínið. Svo stefnan er tekin á heitan stað, hjónin ekki alveg á sama máli hvert skal haldið, en nefndir þurfa að fara að skila inn áliti því ferðina verður að sjálfsögðu að panta.
Er einhver með hugmynd ? að stað þar sem er heitt, fjölskylduvænt, ódýr gisting (við getum ekki tekið pakkaferðir af því við erum með flug ) og ódýrt að lifa, svona pleis sem maður labbar um og borðar bara þar sem manni hentar.....svo þarf að vera eitthvað happening því ég á virkann mann og börn.... please do help me ;)


það er komið sumar...dudu ru
sól í heiði skín,,,
vetur burtu farinn..
tilveran er fín....
darara rí rí dara,, da dí .. ra..ra
því að sumarið er komið enn á ný........

mynd; Frosti Gísla

7 Comments:

  • Jeremías.... Þvílíkar dúllur... :) Hitti aðeins á Clöru í gær... Hún kom hjólandi og kallaði eins og lítil prinsessa: Hér kem ég!!!! Það var bara krúttílegt...:)

    By Anonymous Anonymous, at 5:31 AM  

  • já er það, ég naga neglurnar yfir henni, hún heldur að hún sé 10 ára, aðeins of sjálfstæð og áköf,, hrædd um að hún verði sér að voða á nýja hjólinu ...

    By Blogger Bella Blogg, at 6:12 AM  

  • Þið verðið þá að fara eitthvert sem Flugleiðir fljúga er það ekki??

    Ég hef heyrt að Króatía sé æði. Ódýrt að lifa og gott að borða.

    En hvað með Barcelona þar er strönd og sól og nóg um að vera flotar búðir, en veit ekki, Mallorca er voða barnvænt.

    By Anonymous Anonymous, at 12:10 PM  

  • Flórída...:) ætti að vera nóg um að vera þar og svo er sól þar líka..:)

    By Anonymous Anonymous, at 4:50 AM  

  • sjá veðrið á höfuðborgarsvæðinu kl 7;00 í morgun á sumardaginn fimmta I REST MY CASE ....

    By Blogger Bella Blogg, at 3:53 AM  

  • Úff ég sé ekki Sigmar og Clöru fyrir mér á þeim aldri sem þau eru núna og verandi ekki þessar rólegu típur hahaha á Flórída þau myndu ábyggilega bara týnast... en ég ætla nú ekki að vera fúli föndrarinn og skjóta hugmyndina hennar Rögnu Jennýar á kaf en ef Flórída verður fyrir valinu ætla ég að mæla með handjárnum fyrir Disney world :)

    En já við fórum í útskriftarferð til Króatíu og þar er æðislegt að vera, hrikalega ódýrt að borða og margir góðir staðir niðri í bæ sem selja allskonar góðgæti með truffle sveppum sem er ábyggilega eitthvað fyrir Sigga þar sem þeir vaxa bara á 2 stöðum í heiminum lalalala. Þar virtist líka vera nóg um að vera fyrir börnin og allt vatnasport var hrikalega ódýrt en þá kemur ókosturinn leiðinlegt ferðalag þ.e. um 2klst keyrsla eftir flug. En það er líka ódýrt að taka bílaleigubíl og skiltin gerð þannig að það er ekki möguleiki á að fara vitlausa leið ... minnt á það á 1km fresti hvert þú stefnir :)
    en annars ef ykkur vantar frábæra barnapíu og æðislegan um 1/2 árs sjarmör þá bara látið vita við Reynar mætum :)

    By Anonymous Anonymous, at 4:23 AM  

  • test, ome tú...one tú

    By Blogger Bella Blogg, at 5:57 AM  

Post a Comment

<< Home