What a Wonderful world

Wednesday, April 19, 2006

allt og ekkert...


ég las hjá Betu einhversstaðar að það sé gott að bera ábyrgð á skrifum sínum og á hennar bloggi er hún með mynd af sér svona svo allir viti hver það er á bak við bloggið, ég er sammála henni, góður punktur og henti því fram þessari af mér hérna til hliðar. Ég tek það þó fram að Bella er klofinn persónuleiki og stundum er ég (Berglind Sigmarsdóttir) ekki alveg sammála Bellu í einu og öllu, einnig dregur Bella oft fram einkennilegar fjölskylduaðstæður sem ekki eiga sér stoðir í raunveruleika Berglindar, eins og t.d að eiginmaðurinn hennar búi í tjaldi í garðinum osfrv, en það er að sjálfsögðu lífsnauðsynlegt að eiga margar lífsmyndir og persónuleika svona við og við. Þannig getur maður flakkað á milli aðstæðna án þess að rjúka á dyr heima hjá sér yfir úldni tusku, þykjast vera í saumaklúbb til að hitta viðhald sem er einhver rola út í bæ sem önnur kelling hefur verið orðin þreytt á og kastað á dyr, guð forði okkur frá þannig vitleysu.
Talandi um framhjáhöld þá vann ég einu sinni á bar þar sem frægur söngvari var að spila og í hléinu kemur hann á kaffistofuna til að fá sér rettu, einhver gæra lafir í honum eins og notað jólaskraut og gaurinn er að reyna að hrista hana af sér án árangurs (enþessi gaur var í sambandi) , hljómsveitafélaginn kemur að og lætur gaurinn heyra það.. "hva á ekki að sinna gellunni" þá svaraði gaurinn:
"maður fær sér ekki pylsu ef maður á steik heima"
mér fannst þetta helv.. flott svar há honum, at the time

Over and out......
p.s ég er að læra photoshop svo myndin af mér hérna til hliðar getur bara bestnað...

1 Comments:

  • Ég las fyrir einhverjum árum síðan, að Sean Connery hafði sagt svipað, að maður fengi sér ekki hamborgara ef steikin biði heima.
    Fannst þetta algjör snilld.
    En heyrði reyndar síðar, að hann hafi skilið við eiginkonu sína, eftir framhjáhald. *hrmpf* Veit ekki hvort það er satt.
    En setningin er góð ;o)
    Já, Bella og Berglind eru ekki alveg sömu týpurnar, en báðar dásamlega skemmtilegar.
    Flott myndin af þér, eins og þú ætlir í framboð á lista fallega "listatýpu" flokksins. Listamaðurinn sem þú ert...
    JYJ

    By Anonymous Anonymous, at 6:11 AM  

Post a Comment

<< Home