Beauty is pain when you look like a freak
Það virðist ekki boðlegt að eldast í hollywood og víðar um heiminn gengur sú andlega flensa að strik og línur séu verk djöfulsins eða það mætti halda það allavega. Við þessu eru desperate leiðir og ráð sem falla undir fegrunaraðgerðir. Fyrir mína parta þá finnst mér allt í lagi að láta choppa sig aðeins upp og taka saman, en eins og í öllu er alltaf hægt að fara yfir strikið(hahh... aðeins of mikið yfir strikið í öllum meiningum þeirra orða). Hversu mikið má strekkja og toga ? Sumt fólk er eins og það sé með tjaldhæla í hnakkanum "for crying out loud".
Mér var örlítið brugðið þegar ég sá Kenny Rogers kántrí kóng í American Idol um daginn, ég hef aldrei velt því áður fyrir mér hvort Kenny kallinn væri af asískum uppruna en augun eins langt dregin aftur og þau voru "let me thinking" að bara kannski hann hafi verið ættleiddur frá víetnam. Eftir að hafa nýlega skoðað myndir af Mickey Rourke (9 1/2 vika stjörnunni) datt mér í hug hvort það gæti verið að það væri lekandi kjarnorkuver neðanjarðar þar sem vaskurinn hans sækir vatnið, því gaurinn er eins eins og hann sé að bráðna, það kæmi manni ekkert á óvart þó að handleggur færi að vaxa út úr andlitinu á honum, hann er svo stökkbreyttur eitthvað.
Nýlegasta áfallið var svo hin ljúfa Meg Ryan sem kom fram hjá Opruh, en hún hafði ekki komið í viðtal í 2 ár, skiljanlega ekki getað talað í 2 ár eftir strekkingu en manneskjan er eins og naggrís, þessi líka fallega kona, ekki með neina línu... en er þá betra að vera naggrís ??? Mér var stórbrugðið og fékk meira að segja svona "jakk" tilfinningu,,, bara "what"...hvað er hún að pæla.
Nú hætti ég að hneykslast á konum sem bera í andlitið á sér krem við gyllinæð, því eftir svona aðgerðir og þegar silikonið er komið óvarlega í varirnar er andlitið eins og versta gyllnæð.
Hér eru myndir af Meg ( að ofan), Mickey og fleirum uppá sitt besta, Meg virkar alveg ágæt á þessari mynd en ég reyndi mikið að finna mynd af henni hjá Opruh en gekk ekki.
"jæts....."
er hún alltaf svona hissa eða ?
3 Comments:
Já vá, mér brá ekkert smá þegar ég sá hana í Oprah í síðustu viku. Hún minnir mig á The Joker sem var í einhverri Batman myndinni. Eins og hún var sæt þá er hún hálf "scary" núna. Þá er nú kannski betra að vera með nokkrar hrukkur.
Kv. Kristín Inga
By
Anonymous, at 11:45 AM
wow...´hryllingur að sjá Mickey Rouarke.Hann hefur þá ekkert verið farðaður í SIN CITY myndinni. ( ég sem vorkenndi honum að "bera" allan þennan farða )
DJísús .. manni þykir nú bara vænt um " filterslausu Camel hrukkurnar" eftir þessar hryllingsmyndir ;)
Sumarkveðjur Kata Gísla
By
Kata, at 2:02 PM
waahaaaaaa "stóru sem ég sit á" !!! óborganleg OLGA (hvað sem óborganleg í raun þýðir)hehe
By
Bella Blogg, at 2:20 AM
Post a Comment
<< Home