What a Wonderful world

Wednesday, April 12, 2006

Blues.....


Gærdagurinn var brutal, brjálað að gera í vinnunni og ég á asnalegustu háu hælum sem hafa verið framleiddir. Ég var á hlaupum um alla skrifstofu á þessum horror hælum , svo skökk að ég var í raun hlaupandi niður brattar brekkur allann daginn eins og þreytt gleðikona. Mig verkjaði svo í hælana sem höfðu reynt að halda sér uppi í þessu ofboði að þegar ég gekk út af skrifstofunni leið mér eins og grófasti sandpappír ever væri að tæta það sem eftir væri af þeim, meðan ég skreið út í bíl. Þvílíka fórnarlambið ég..
Maðurinn minn bauð mér og Kötu mágkonu á tónleika á Nordica , hvorki meira né minna en Blúshátíð. ..............
Ég sendi manninum sms “er ég blúsari ?”
og fékk til baka “kanski meiri djúsari”
en ákvað samt að skella mér, marr náttlega ekki með börnin svo ekki þurfti að redda pössun. Mér leið mest þannig að fara restina af deginum bara á hnúunum og gefa fótunum frí, skreppa niðrí Össur og fá auka sett.. en dróst einhvernvegin áfram og deyfði mestu þjáningarnar með hvítvínsglasi.
BLÚS –já.. Ef ég á að segja ykkur frá því , þá vil ég fyrst taka það fram að ég að gagnrýna blústónleika er eins og karlmaður að gagnrýna dömubindi- makes no sens at ALL !!
Þegar ég hóf leit að heilahólfinu merkt blús, kom ég algjörlega að tómri geymslu, í sama væng og hinar tómu geymslurnar merktar Algebru og Borðtennis.
En eftir 4 seríur af American Idol, 3 seriur af íslensku Idol, mörg eurovison partý og of mikið af söngvakeppnum framhaldsskólanna þá má segja að ég sé með masterinn í tónlistargagnrýni almúgans en það versta er að það bara kemur blús ekkert við.
Þarna voru mættir blúsarar Íslands sem margir hverjir höfðu ekki náð svefni í nokkrar vikur yfir því að þessi hátíð væri á næsta leiti, mest karlmenn í leðurvestum, með hatta. .............Það sem ég skildi þó ekki en er víst landlægur tregi er að fólk átti erfitt með að njóta sín. Eins og nafnið felur í sér er tónlist ... LIST og list kallar á tilfinningar.. nema hvað... þarna voru blús aðdáendur Íslands með landslið blúsara og enginn hreyfði legg né lið, fólk kinkaði ekki kolli.... nema Kata sem kunni vel að meta þessa list og ég meira að segja hreyfði mig með og svona leyfði mér að fíla listina. Fyrir flesta hina var eins og að aftaka færi fram á sviðinu, aðdáendurnir eins og stirðnuð lík, kanski var þetta bara aftaka The blues á Íslandi, ég veit það ekki en.. Að fara á svona viðburð og meðtaka ekki neitt þannig að á megi sjá er eins og að fara í nudd í lopapeysu er mín skoðun allavega..svo getur vel verið að allir hafi veriðað groovera listina skin deep.. og það sé hæfileiki sem ég þarf að þróa með mér.

Blús-lögin eru að meðaltali heldur löng fyrir minn smekk.. tilvalin til dagdrauma og hugsanaflutnings en það sem mér fannst jákvætt var hversu blústónlistin er mikið samspil allra hljómsveitarmeðlima, söngvarinn er ekki bara aðal atriðið, hinir meðlimirnir fá sitt ego flipp og hæfileikar þeirra fá sitt spotlight og söngvarinn bara má fara af sviðinu þessvegna.

..Kata reyndi að koma mér inní blús-menninguna og kastaði að mér nöfnum og ég verð að viðurkenna að þegar leið á kvöldið,, fannst mér þetta flottara og flottara enda voru bestu listamennirnir geymdir þar til síðast.

Niðurstaða gagnrýni Bellu;
The blues is only a cruse
When it’s the middle juice

(ísl þýðing án stæla; blús er skemmtilegur ef það er alvöru lið að spila, hitt er svæfandi þunglyndis gaul í stefnualausar áttir)

0 Comments:

Post a Comment

<< Home