Alltaf komum við að sama stöffinu...
Það er eitt sem er svo ofarlega í huga núna og mig langar að setja hérna niður. Í raun og veru kannski alltaf sama tuggan, eða öllu heldur sneið af sömu köku og ég hef talað um áður.
Það er oft talað um mikilvægi sjálfsímyndar og hversu nauðsynlegt það er að byggja hana upp. Orðið sjálfsímynd er eitthvað svo “þunnt” orð fyrir svo stóran hlut og flestir sem fara ekki svo djúpt í meiningu þess orðs, nema bara “það er gott að hafa góða sjálfsímynd”.
Í kringum mig eru góðir vinir mínir margir á nýjum vígstöðvum, að taka að sér ný verkefni, “presintera” sjálfan sig fyrir nýju fólki eða bara sama fólki en á nýjan hátt. Og til þeirra langar mig að segja þetta; mín trú er sú að það getur enginn selt sig öðrum dýrara en í raun honum finnst hann sjálfur vera virði. Þegar fólk er óöruggt þá er eins og margir ráðist á það, eins og sár sem að flugurnar hópast í, en ef þú ert öruggur(ur) og líður vel með þig er eins og brynja hlaðist utaná þig og niðurrif, skýst bara af. Brynjan meltir upplýsingarnar sem koma að manni og flokkar þær á skynsamari hátt. Gagnrýni er melt sem eitthvað sem hægt er að læra af, sem að öðrum kosti væri metin sem árás, eða ef um raunverulega ósanngjarna árás er að ræða þá er hún bara flokkuð sem drasl sem ekki er takandi mark á osfrv.
Þessi pistill er styrktur af konunni hans Dr . Phil
2 Comments:
Fyrirtaks pistill Berglind og svo satt allt sem þú segir í honum.. Vakti mig til umhugsunar.. (eins og pistlarnir þínir gera svo oft)
By Anonymous, at 2:50 AM
þetta er akkúrat það sem maður þarf að hafa í huga á þessum síðustu og verstu.
undanfarið hef ég verið að taka mig í gegn og nú má sjá mig labbandi í gegnum endalaust mannhafið með hnefann krepptann, augað í púng og hrópandi í sífellu; "I AM THE MASTER OF MY OWN SELF, I AM THE MASTER OF MY OWN SELF I AM THE MASTER OF MY OWN SELF I AM THE MASTER OF MY OWN SELF" þetta geri ég í svona klukkutíma á dag, eða "sirkabát" allt hádegishléið mitt. Þetta hefur rosalega góð áhrif á sjálfsímyndina og veitir mér aukið sjálfstraust til að takast á við daginn. ég fæ líka mikla virðingu frá gangandi vegfarendum og þeir mynda góðan auðan virðingar radíus í kringum mig og jafnvel gefa mér pening uppúr þurru. Þeir skilja alveg hvað ég er að pæla.
By -(..)-, at 11:49 AM
Post a Comment
<< Home