What a Wonderful world

Wednesday, January 18, 2006

Hungur

Hvað er það sem drífur manneskju áfram til þess að verða meira en hún er? Meira af því sem hún óskar sér að verða? Hungrið sem rekur manneskjuna í leit að mat? Eitt er víst að það leggur það enginn á sig að leita sér að æti ef hann er ekki svangur. Hungrar þig í eitthvað? Er nóg að finna aðeins til svengdar eða er nauðsynlegt að vera glorhungraður? Fólk hefur sýnt að það getur verið passlega svangt í langan tíma áður en það rífur sig upp og fer af stað. Hvað er það sem spilar inní? Getum við platað okkur til þess að vera södd, vanist hungrinu með tímanum eða getum við réttlætt fyrir okkur að það komi að því og við bíðum bara á meðan, bara eins og tækifærin renni við á glansandi Range Rover og flauti þegar þau eru tilbúin að taka okkur með. Á meðan við bíðum og bíðum ..eldumst við og maginn virðist minnka, við þurfum minna til að vera södd , við erum búin að safna að okkur svo mörgu öðru, fullt af alskonar dóti og við jafnvel segjum við okkur sjálf að við séum orðin of gömul þó æfi okkar sé ekki einu sinni hálfnuð. Börnin okkar uppfylla ákveðnar þarfir, með þeim erum við ómissandi og við getum upplifað svo margt í gegnum þeirra skref, þeirra sigra. Við erum þreytt á að halda þessum boltum á lofti sem við nú þegar erum með og treystum okkur ekki til að bæta fleirum við.
Enn bara kannski er þetta frekar spurning um að skipta út boltum frekar en að bæta nýjum við. Sleppa sjónvarpinu eina kvöldstund, leysa sig úr áreitum , grípa í eitthvað strá og toga sig upp úr ánni sem dregur þig sama hringinn.
Það er enginn Range Rover á leið í gegnum hverfið þitt, nema það sé þú sem ert að keyra honum.

5 Comments:

  • Það eru svo margir sem eru búnir að koma sér upp svona þægilegu lífi og þá getur verið erfitt að stíga skref út úr þægindarsviðinu.. Það þarf ákveðið hugrekki til að taka sénsinn á smá óþægindum og breyta til.. En allavega ef maður þorir ekki að gera eitthvað nýtt þá getur maður í besta falli átt það sem fyrir er. Ekkert breytist nema maður taki skrefið... kv. ragnajenny

    By Anonymous Anonymous, at 2:27 AM  

  • Já ég er að hugsa um að látA útbúa stimpil sm ég get þrykkt á ennið á mér.. MARKMIÐ

    By Blogger Bella Blogg, at 3:06 AM  

  • Já einmitt Olga , ég held að þó að fólk sé búið að koma sér fyrir, vísitölufjölskyldan sé komin í sellófan, allir í Benetton með strípur þá finnst okkur gott að hafa markmið og hafa eitthvað til að stefna að. Þó það sé ekki svo róttækt að flakka heimsálfanna á milli með fyrirlestra þá viljum við og getum við alltaf orðið betri manneskjur, ef við erum orðin sprenglærð og erum farin að safna styttum þá getum við allavega unnið að því að gefa af okkur, miðla..

    By Blogger Bella Blogg, at 2:44 AM  

  • jahhh ég þakka.. það er aldrei að vita nema það komi önnur bók einn daginn ...ha

    By Blogger Bella Blogg, at 7:18 AM  

  • Við Unnur vorum einmitt að ræða þetta um daginn. Að þú ættir að fara að gefa út bók, ekki barnabók heldur bara svona bók handa okkur... Þar sem allir geta lesið þig. Svona í anda Móðir í hjáverkum sem mér finnst algert æði. Svona hnittna fyndna en samt pælandi bók það ert einhvern vegin þú.

    By Anonymous Anonymous, at 12:17 PM  

Post a Comment

<< Home