What a Wonderful world

Friday, January 06, 2006

Ekkert mál !!

Mér finnst ég eins og pattaralegur konfektmoli í laginu eftir þessa átkrísur allar. Ég fór á útsölur í gær (í hádeginu, ekki bíður maður börnunum í þann slag), og var í svitakasti inní litlum klefa að máta buxur í mínu númeri undir þessum skæru flúorljósum sem gætu “birt” mann til dauða, lýst upp allt ´súrefni svo maður getur fallið saman og legið á gólfinu eins og upplýst lík á köldi stálborði C.S.I. Þetta er ekkert sérstök lífsreynsla að ætla sér að gera góð kaup og passa svo ekki í buxurnar sem maður ætlar að kaupa, finnast maður “vagum” pakkaður þannig að blóðið storknar í lærunum á manni og heyra svo í gelgjunum hinum megin við tjaldið í buxum númer 24 “já geððveikt marrr”.

Eftir kaupin fór ég með tvo pakka til mágkonu minnar og bað hana að taka með sér til eyja (pakkar til mömmu og tengdó), þar sem þessir tveir jólpakkar flæktust í netheimum (Vicoriu Secret varð aðeins of mikið Secret því náttfötin sem ég pantaði hjá þeim fundust ekki) og var ekki hægt að leysa þau úr haldi fyrir jól (þetta var orðið meira eins og Top Secret), but better is late then never. Mágkona mín tók við þessu og sagði gleðilega “EKKERT MÁL”. Ég hugsaði um það á leið minni til baka í vinnuna að þetta væri eitt af því góða sem tengdafjölskylda mín hefur kennt mér. Ég held að þetta sé ekkert pælt hjá þeim eða samantekið ráð, en ég spurði Sigga einhverntímann fyrir mörgum árum af því afhverju hann segði alltaf “ekkert mál” þegar í raun var verið að biðja hann um eitthvað leiðinlegt vesen. Hann hugsaði aðeins og svaraði svo eitthvað á þessa leið “ja... ef maður þarf á annaðborð hvort eð er að gera hlutinn eða ætlar sér að gera þennan greiða þá er alveg eins gott að svara “ekkert mál” því það lætur hinum aðilanum þá allavega líða betur með það að biðja mann og maður kemur sjálfur betur út með að vera jákvæður”. Ég ákvað að prófa þetta og þegar ég var beðin um að gera hluti í vinnunni ákvað ég að svara “ekkert mál” og viðbrögðin sem ég fékk til baka voru alltaf svo góð....... og ég veit fyrir víst að maður virkar duglegri, jákvæðari og vinnusamari þó maður sé í raun bara að gera það sama og áður þá er eins og maður sé að gera meira, svo á allan hátt er þetta bara gott mál eða öllu heldur EKKERT MÁL !
Siggi, Gilli, Kata, Frosti, Binni, Simmi og Grímur þó þið séuð í sjálfu sér stórmál (hehe) þá eru hlutirnir hjá ykkur aldrei neitt mál , takk fyrir það ;)

0 Comments:

Post a Comment

<< Home