What a Wonderful world

Monday, January 09, 2006

ROK

Það er svo mikið rok á dýrðarvöllum (my home place) að það er bæði í senn mjög kósý - hómí og scary. Ég er auðvitað alin upp ekki svo fjarri stórhöfða í Vestmannaeyjum og því vön allskonar vindum, roki , stórviðri, tveggjastafatölu vindstigum, ótal metrum á sek og meira að segja misvindum (en ég held að það sé þegar vindurinn veit ekki alveg hvert hann er að fara eða hvaðan hann er að koma, ráðvilltur og pirraður í senn, mjög smitandi pirringur því þá er aldrei flugfært og Herjólfur andskotast í allar áttir eins og týndur korktappi.
Það er þæginlegt að heyra í Kára berjast fyrir utan..... að vera undir teppi með kertaljós þegar fýkur vel í kauða og það syngur í glugganum þar sem hann er að reyna að troða sér inn, en “þökk” sé góðum verktaka er byggði höllina sem ég bý í þá er sú rómatík úr sögunni, gluggarnir vel þéttir og enginn smuga fyrir Kára sama hvað hann gerir sig grannan. Mér hefur þó fundist aðeins of mikið af því góða hér síðustu daga og hef bara verið hálfhrædd um að þessir stóru byggingakranar í kring einfaldega detti um koll á höllina eða jafnvel gasgrillið hennar Rögnu Jennýar (sem býr hérna rétthjá) komi allt í einu svífandi inn um stofugluggann og lendi í hnakkanum á mér meðan ég horfi á Law and Order Victims unit, ja eða leyfarnar af einhverjum dópsalanum sem hefur verið myrtur og falin í einhverri hraungjótunni hérna í kring.
Ég sá gamla konu lyftast frá jörðu um daginn þegar hún var að reyna að komast inní bíl og blakti bara eins og hress fáni í hurðinni á svarta jeppanum sem sonur hennar var greinilega nýbúinn að bóna. Til hvers að vera bóna bíla á íslandi ..”by the way” .. það er alltaf slagveður og það birtir ekki einu sinni svo hægt sé að greina það, mér finnst líka alltaf koma rigning þegar ég ætla að fara að þvo bílinn (hversu hentugt er það).
Úr roki í bílaþvott, það eru engin takmörk fyrir bullinu í mér, ég er hætt áður en ég fer að rekja upphaf tuskunnar hjá vestrænum ríkjum. Over and out...

2 Comments:

  • éG var að lesa þetta yfir og var að hugsa til Olgu vinkonu , hún sér allt svo ofur myndrænt. Olga ekki sástu fyrir þér Kára STefáns (Decode)fyrir utan gluggann ´hjá mér ?

    By Blogger Bella Blogg, at 2:40 AM  

  • Já hehe einmitt, jólatréið komið út á svalir og hefur verið að berja í svalahurðina, eins og það vilji komast inn. ÞAð er greinilega búið að gleyma því hvað það hafði það skítt í Garðheimum, það hefur þá allavega útsýni af svölunum hjá mér..

    By Blogger Bella Blogg, at 4:10 AM  

Post a Comment

<< Home