What a Wonderful world

Monday, January 16, 2006

Þá er það hvítt !!!


Ég er að klára kaffibolla númer þrjú og treysti á “TE og Kaffi” það ágæta fyrirtæki til þess að halda uppi stuðinu í mér í dag. Þegar ég leit út í morgun skaust yfir eina brúnna í heilanum á mér gamla auglýsingin “Pilsburys best, ameríska vítamínbætta hveitið” allt var þakið hvítu og ég var enn á náttbuxum í hitanum innandyra, það var ekki fyrr en ég sá nágranann klæddan eins og pólfara berjast út með kústinn að leita af bílnum sínum svo aðeins sást í augun á honum með trefilinn vafðann um hausinn eins og hann væri að fara að ræna banka eða stórslasaður á höfði. að ég áttaði mig á því að hveitið var ÍSkaldur snjór með enga miskunn. Ég ræddi það við mig í eina mín. hvort ég væri ekki bara soldið slöpp, hvort ég væri ekki komin með flensu en tókst ekki að gera mér upp veikindi frekar en nokkurntímann áður svo ég fór og klæddi mig. Tókst reyndar að stíga á stríðsmann og prinsessukórónu..í tveimur skrefum enda jafnast ástandið eftir barnaafmæli á við afleiðingar sprengjuárása, þar sem dótið liggur um allt eins og faldar sprengjövörpur tilbúnar að bíta mann undir iljarnar.
Á laugardagskvöld fór ég á mitt fyrsta þorrablót, þar sem 100 manns mættu á Niðjamóti og börnin með. Það var mjög skemmtilegt þrátt fyrir að allt virtist anga af gamalli táfýlu. Clara var mjög ánægð með að fá HÁRfisk (harðfisk) og skemmtu við okkur bara mjög vel innan um okkar góða skildfólk. Pabbi lék ömmuna í leikritinu um rauðhettu og sýndi einstaka takta á sviðinu.
Ég er að hugsa um að fá bara að sofa hérna á skrifstofunni, þá þarf ég ekkert að skafa af bílnum og slæda í sniglaumferð í nánast klukkutíma í fyrramálið, ég get bara látið símann vekja mig kl.8:55 í staðin fyrir 7:15 , ýtt á sjálfvirku kaffivélina og ekkert vesen.
“Siggi I´m working late tonight”

3 Comments:

  • hahahahahaha alltaf gaman að lesa eftir þig elsku Begga mín ég skil þig vel maður er ekki alveg að nenna að fara út í ískaldan bíllin kl 7 er maður er að fara í gymmið

    By Anonymous Anonymous, at 8:24 AM  

  • Hugsaði það sama í morgun, langaði að skríða aftur undir sæng en sá svo að stelpan mín var slöpp og í ljós kom að hún var með hita. Ég þurfti því ekki að vaða hvíta ógeðið en þegar leið á daginn þá LANGAÐI mig út... Þetta var bara svona morgunógleði....(eins og oft áður).... Það er smá stemming í þessu snjóveseni... (ég er lúnó)..:)
    kv. ragnajenny

    By Anonymous Anonymous, at 11:37 AM  

  • Það er nákvæmlega málið Ragna þetta er svona "morgunógleði", manni langar kanski uppí aftur og kúra en svo nennir maður ekki að vera fastur inni.
    Halldór.... að vaða snjó í gymmið, þú ert hetja og ekkert annað !!!!mikið vildi ég að ég gæti rifið mig upp í það..

    By Blogger Bella Blogg, at 3:04 AM  

Post a Comment

<< Home