What a Wonderful world

Thursday, January 12, 2006

Clara 4 ára



Elsku Clara mín er 4 ára í dag 12.janúar. Hún vaknaði klukkan tvö í nótt og kallaði sifjulega fram “ég á afmæli” og sofnaði svo aftur, var líklega að vona að hún fengi svar um að það væri kominn dagur. Áður en við náðum að opna augun var Sigmar búinn að færa henni pakkann en hann fékk þann heiður að lesa kortið fyrir systur sína enda orðin mjög klár að lesa. Hún var mjög ánægð með prinsessuskóna og allt hitt sem hún fékk og strunsaði svo fram að leita að kjól til að fara í. Í leikskólanum var svo tekið mjög vel á móti henni , mynd af afmælisbarninu var komin uppá vegg til að sýna fram á hver ætti afmæli og svo var haldið út í garð þar sem hún flaggaði íslenska fánanum (með smá hjálp), en það er svo allir í Hafnarfirði sjái að hún eigi afmæli. Í dag fær hún svo að baka sína eigin afmælisköku til þess að bjóða vinkonum sínum uppá á bláakjarna.
Clara fellur vel undir skilgreiningar stjörnuspekinnar að vera steingeit og held ég að sá almáttugi hafi sent okkur svona skipulagðan dugnaðarfork til þess að hjálpa okkur Sigga við að hætta að týna hlutum og minnka kæruleysið á heimilinu. Ef eitthvað er týnt þá er Clara send í málið og hún finnur það mjög fljótt. Sigmar er farin að nýta sér þetta vel og er farinn að kalla strax á systur sína ef eitthvað vantar “Clara þú finnur allt, hvar er sverðið mitt” þá svarar sú stutta “Guð minn almáttugur Sigmar þú lagðir það á stólinn” mjög mæðuleg og soldið kellingaleg, enda kalla ég hana alltaf “kellingamúsina “mína, af því hún er sæt eins og krúttleg eins og Mína mús og algjör kelling þegar hún er að skipuleggja, brjóta saman þvott og athuga hvort öll ljós eru slökkt þegar gengið er út.
Clara tekur allt með miklu trompi, svo þegar við horfum á hana í fimleikum höldum við niður í okkur andanum því hún er svo frökk. Nú hefur hún svo verið skráð í ballet og er daman mikið spennt fyrir því og loksins sátt að vera að æfa tvennt eins og Sigmar. Keppnin milli þeirra systkina er ótrúleg og veldur jafnan smá fjöri á heimilinu, til dæmis ef þau fá eitt epli hvort og Sigmar klárar sitt en Clara borðar bara helminginn, vill hún frekar henda restinni en gefa sísvöngum bróður sínum restina af sínu, því þá væri hann að fá meira en hún... 
Það er bara vonandi að keppnisskapið verði nýtt til góðra verka í framtíðinni sem ég efast svo sem ekkert um. Ég bara trúi því varla að litla stelpan mín sé orðin svona stór !!!

9 Comments:

  • Til hamingju með Clöru. Já tíminn líður ekkert smá fljótt. Eins og það hafi gerst í gær þegar þú sagðir mér að þú værir ólétt af henni þegar við vorum úti á Bahamas.
    Kv. Ingunn

    By Anonymous Anonymous, at 4:40 AM  

  • Til hamingju með dóttluna. Voðalega líður tíminn hratt því mér finnst svo ógurlega stutt síðan ég las pistlana sem þú skrifaðir í tilefni af afmæli barna þinni í FYRRA!

    Sammála því að þú ert rík að eiga þessi fallegu og skemmtilegu börn og þau eru ekki síður heppin að eiga þig sem mömmu! Falleg frásögnin þín af dúllumúsinn þinni :) Kv. Beta

    By Anonymous Anonymous, at 4:58 AM  

  • Til hamingju með skvísuna þína Berglind.
    kv. Páley.

    By Anonymous Anonymous, at 5:59 AM  

  • Til hamingju með dúlluna þína. Þú kyssir hana frá okkur. Sjáumst á sunnudaginn.
    Kveðja
    Kristín Inga
    p.s Þórdísi Perlu fannst Clara alveg ótrúlega falleg á myndinni í boðskortinu :)

    By Anonymous Anonymous, at 7:38 AM  

  • Takk fyrir afmæliskveðjurnar, ég hélt að Clara væri jafnvel 14 en ekki 4 ára í gær þegar við keyrðum heim og hún spurði "mamma hvert erum við að fara?" og ég svaraði "bara heim"
    þá kom snaggaralega
    "er það málið, eða ??"
    við Siggi litum hvort á annað og gátum ekki annað en skellt uppúr..

    By Blogger Bella Blogg, at 7:32 AM  

  • Til hamingju með Clöru...steingeitur eru besta fólkið..kveðja Elín

    By Anonymous Anonymous, at 2:48 PM  

  • Ohh hún Clara er svo yndisleg já það má með sanni segja að það sé stundum eins og hún sé nokkrum árum eldri en hún er og ég hugsa oft úff hvernig verður hún þegar hún verður unglingur ;) Knús og kossar til Clöru frá okkur og takk fyrir fallega boðskortið við sjáumst nú fljótlega (... er það ekki?) og þá fær Clara bara pakkan frá litla strák :)
    knús og kossar

    By Anonymous Anonymous, at 9:29 AM  

  • Betra seint en aldrei!!

    Til hamingju með litlu músina þína, ótrúlegt að hún sé orðin fjögurra ára. Ég hef einu sinni séð hana. kær kveðja
    Heiða

    By Anonymous Anonymous, at 3:53 AM  

  • Gerðu mér nú greiða og passaðu vel upp á öll þín blogg um krakkana. Þvílíka snilldin!
    Made my day...

    Innilega til hamingju með hana, þú ert heppin.

    By Anonymous Anonymous, at 4:25 PM  

Post a Comment

<< Home